Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn.
Lbs 2019/63
Sigurjón Jóhannsson. Einkaskjalasafn. Lbs 2019/63.
Ein mappa
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/63. Sigurjón Jóhannsson. Einkaskjalasafn.
Sigurjón Jóhannsson (f. 1939), myndlistarmaður.
Sigurjón Jóhannsson (21. maí 1939) fæddist á Siglufirði árið 1939. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 og lagði síðan stund á arkitektúr og myndlist á Ítalíu. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og Myndlistarskólann við Freyjugötu til ársins 1963 og fór þá til London í námsferð fram á 1964.
Sigurjón var einn af stofnendum SÚM hópsins. Í gegnum árin hefur hann unnið við margs konar hönnun og á að baki afkastamikinn feril sem leikmyndahöfundur í leikhúsi og kvikmyndum.
Heimild:
„Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður“, Siglo.is, 8. febrúar 2010. Sótt 10. október 2019 á http://www.siglo.is/is/frettir/sigurjon_johannsson_myndlistarmadur.
Varðveislusaga fram að afhendingu ekki þekkt.
Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Sigurjóns Jóhannssonar handritasafni Landsbókasafns Íslands árið 2019. Ekki er vitað hvenær gögnin bárust Leikminjasafni.
Safnið inniheldur teikningar og plaköt og er í einni möppu.
A. Teikningar og plaköt
Mappa 1:
Tvær teikningar eftir Sigurjón Jóhannsson.
Plakat f. Atómstöðina (Leikfélag Akureyrar).
Plakat frá Teatermuseet i Hofteatret í Kaupmannahöfn.
Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.
Ekki er von á viðbótum.
Safnið er opið.
Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.
Íslenska og danska.
Marín Árnadóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Sigurjóns Jóhannssonar í júní 2019.
10. október 2019
Fyrst birt 03.02.2020