Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Sigurður Grímsson (1896–1975). Einkaskjalasafn. Lbs 2019/60.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn.

  • Safnmark:

    Lbs 2019/60

  • Titill:

    Sigurður Grímsson. Einkaskjalasafn. Lbs 2019/60.

  • Tímabil:

    1943–1966

  • Umfang:

    Fimm öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/60. Sigurður Grímsson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sigurður Grímsson (1896–1975), rithöfundur og gagnrýnandi.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Sigurður Grímsson (20. apríl 1896 – 10. febrúar 1975) lögfræðingur, rithöfundur og gagnrýnandi fæddist á Ísafirði árið 1896. Foreldrar hans voru Grímur Jónsson skólastjóri og Ingveldur Guðmundsdóttir. Sigurður kvæntist Láru Jónsdóttur árið 1932.

    Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917 og embættisprófi frá Háskóla Íslands í lögfræði árið 1925. Hann var m.a. starfsmaður hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands, málaflutningamaður í Reykjavík á árunum 1926–1935 og fulltrúi borgarfógeta lengi vel. Einnig var hann blaðamaður við Þjóðstefnu árin 1916–1917 og Alþýðublaðið eftir lögfræðipróf sitt og árið 1943 hóf hann störf hjá Morgunblaðinu sem leiklistargagnrýnandi og gegndi því starfi í um 20 ár. Jafnframt var hann afkastamikill rithöfundur, greinahöfundur, þýðandi og fyrsti formaður Félags leikdómenda.

    Heimildir:
    Guðrún Egilsson, „„Mér fannst ég finna til“ 3. hluti“, Morgunblaðið 25. ágúst 1974, bls. 2–4.
    „Sigurður Grímsson látinn“, Morgunblaðið 11. febrúar 1975, bls. 2 og 35.

  • Varðveislusaga:

    Varðveislusaga fram að afhendingu ekki þekkt.

  • Um afhendingu:

    Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Sigurðar Grímssonar handritasafni Landsbókasafns Íslands árið 2017. Ekki er vitað hvenær gögnin bárust Leikminjasafni.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur úrklippubækur Sigurðar og er í fimm öskjum.

    A. Úrklippubækur

    Askja 1:
    Úrklippubók I (1943–1949). Einnig nokkrar greinar 1950 og síðar.

    Askja 2:
    Úrklippubók II (1950–1953). Leikdómar o.fl.
    Úrklippubók III (1953–1954). Leikdómar o.fl.       

    Askja 3:
    Úrklippubók IV (1954–1955). Leikdómar o.fl.

    Askja 4:
    Úrklippubók V (1955–1956).
    Úrklippubók VI (1956–1960).

    Askja 5:
    Úrklippubók VII (1960–1966).

  • Grisjun:

    Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

  • Tungumál:

    Íslenska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Marín Árnadóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Sigurðar Grímssonar í febrúar 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    Febrúar 2019


Skjalaskrá

 

 


Fyrst birt 03.02.2020

Til baka