Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Guðbjörg Þorbjarnardóttir (1913–2003). Einkaskjalasafn. Lbs 2019/61.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn.

  • Safnmark:

    Lbs 2019/61

  • Titill:

    Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Einkaskjalasafn. Lbs 2019/61.

  • Tímabil:

    Um 1941–1992

  • Umfang:

    14 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/61. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Guðbjörg Þorbjarnardóttir (1913–2003), leikkona.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Guðbjörg Þorbjarnardóttir (13. júlí 1913 – 19. nóvember 2003) leikkona fæddist í Bolungarvík árið 1913. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Eggertsson sjómaður og verslunarmaður á Ísafirði og Rósa Aradóttir hannyrðakona. Guðbjörg var ógift og barnlaus.

    Guðbjörg lauk námi við unglingaskóla á Ísafirði og lærði og starfaði við bókhald á Siglufirði frá árinu 1931, ásamt því að taka þátt í leiklistarlífinu þar. Hún sótti leiklistartíma í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar í Reykjavík í upphafi fimmta áratugarins og fór einnig til Norðurlandanna á leiklistarnámskeið.  Árið 1945 varð hún læknaritari á Landspítalanum og fór að taka þátt í leiklistarstarfsemi Leikfélags Reykjavíkur árið 1946. Hún var lausráðin hjá Þjóðleikhúsinu frá opnun þess árið 1950 og fastráðin frá 1959 þar til hún varð sjötug, en hélt þó áfram að leika þar til ársins 1989. Einnig lék hún í fjölmörgum útvarpsleikritum og í kvikmyndum fyrir sjónvarp. Árið 1961 hlaut Guðbjörg íslensku leiklistarverðlaun Félags íslenskra leikdómara, Silfurlampann, fyrir hlutverk sitt í Engill horfðu og er eina konan sem hreppti þau. Árið 1990 var hún gerð að heiðurslaunaþega Alþingis.

    Guðbjörg sat í fjáröflunarnefnd Félags íslenskra leikara og í styrkveitingarnefnd Menningarsjóðs Þjóðleikhússins, og var á tímabili formaður stjórnar Leikarafélags Þjóðleikhússins. Einnig stóð hún að stofnun Slysasjóðs í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Slysavarnarfélagið, sem hafði það hlutverk að styrkja einstaklinga sem misst höfðu ættingja í sjóslysum.

    Heimildir:
    „Andlát. Guðbjörg Þorbjarnardóttir“, Morgunblaðið 21. nóvember 2003, bls. 2.
    „Merkir Íslendingar. Guðbjörg Þorbjarnardóttir“, Morgunblaðið 13. júlí 2013, bls. 43.
    Elísabet S. Guðrúnardóttir, „Guðbjörg Þorbjarnardóttir“, Leikminjasafn.is. Sótt 27. júní 2019 af https://leikminjasafn.is/index.php?page=result&q=getListamadurDXO/1166.

  • Varðveislusaga:

    Varðveislusaga fram að afhendingu ekki þekkt.

  • Um afhendingu:

    Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Guðbjargar Þorbjarnardóttur handritasafni Landsbókasafns Íslands árið 2018. Ekki er vitað hvenær gögnin bárust Leikminjasafni.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið er í 14 öskjum. Safninu var skipt upp í nokkra flokka.
    Efnisflokkar safnsins eru þessir:

    A. Leikhandrit
    B. Leiklistarstarfsemi/ Félagsstörf
    C. Blaðaúrklippur
    D. Prentað efni
    E. Ljósmyndir
    F. Persónuleg gögn
    G. Ýmislegt

  • Grisjun:

    Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

  • Tungumál:

    Íslenska, sænska og danska.

Tengt efni

  • Tengdar einingar:

    Þann 29. maí 2019 komu viðbætur við safnið sem búið er að ganga frá í eina öskju.
    Sjá Lbs 2019/29.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Marín Árnadóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Guðbjargar Þorbjarnardóttur í febrúar 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    27. júní 2019


Skjalaskrá


Öskjulisti

Askja 1: A. Leikhandrit
Askja 2: A. Leikhandrit
Askja 3: A. Leikhandrit
Askja 4: A. Leikhandrit
Askja 5: B. Leiklistarstarfsemi/Félagsstörf
Askja 6: B. Leiklistarstarfsemi/Félagsstörf
Askja 7: B. Leiklistarstarfsemi/Félagsstörf
Askja 8: B. Leiklistarstarfsemi/Félagsstörf
Askja 9: C. Blaðaúrklippur
Askja 10: C. Blaðaúrklippur
Askja 11: D. Prentað efni
Askja 12: E. Ljósmyndir
Askja 13: F. Persónuleg gögn
Askja 14: G. Ýmislegt

 

A. Leikhandrit

Askja 1:

Erfinginn (Ruth og Augustus Götz, í þýðingu Maríu Thorsteinsson).

Leikrit án titils, laus blöð.

The Killing of Sister George (Frank Marcus, 1965).

Hjalmar Söderberg: Sænskar sögur.

Svartur sólargeisli (Ása Sólveig, leikstjóri Helgi Skúlason, leikrit fyrir sjónvarp). Einnig upptökuplan.

Hús til sölu (þrjú eintök).

 

Askja 2:

Skálholt (Guðmundur Kamban, í leikstjórn Baldvins Halldórssonar, í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar). Einnig upptökuplan og tækniæfingar.

Stundarfriður (Guðmundur Steinsson, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar, upptaka í Sjónvarpssal 14.–26. júní 1982). Einnig upptökuáætlun.

Missirinn, saga frá Wales (Eigra Lewis Roberts, lesið í útvarpi apríl 1974).

Pygmalion. A romance in five acts by Bernard Shaw (ljósrit).

 

Askja 3:

Grikkir – Pappírs Pési 6 (Ari Kristinsson, kvikmyndahandrit, Hrif 1989). Einnig miði með skilaboðum frá Ingibjörgu Briem.

Stílabók merkt: „Fagra malarakonan á Marly. Ungmennafélag Möðruvallasóknar 1941“. Einnig má þar nokkur blöð saman merkt: „Frk. Blómberg, leikrit í 2. þáttum“.

Fagra malarakonan á Marley (fimm eintök).

Barátta, sem lítið fer fyrir (Sheila Yeger, í þýðingu Benedikts Árnasonar, RÚV 1980).

Leikrit án titils.

Íslandsklukkan (prentaða útgáfan, vinnuhandrit á lausum blöðum).

 

Askja 4: (Sex í bíl)

Brúin til mánans. Hluti handrits.

Candida e. George Bernard Shaw. Bjarni Guðmundsson íslenzkaði. Handrit merkt Gunnari Eyjólfssyni.

Candida. Sjónleikur í þrem þáttum (1895) e. Bernard Shaw. Bjarni Guðmundsson íslenzkaði. Október 1968.

Carvallo e. Dennis Cannon, þrjú handrit – eitt þeirra með nótum.

 

B. Leiklistarstarfsemi/Félagsstörf

Askja 5:

Ráðningasamningar (1949–1971) o.fl.

Ráðningasamningar (1977–1988) o.fl.

Um tal og framsögn o.fl. efni í örk.

Kennsluefni tengt Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1968–1972 o.fl.

Ýmislegt tengt F.Í.L., Þjóðleikhúsi o.fl.

Ýmis gögn tengd F.Í.L. um 1984–1989.

Ýmis gögn tengd F.Í.L. í tveimur örkum – m.a. samþykkt inntökubeiðni í F.Í.L. 18. okt. 1952.

 

Askja 6:

Efni tengt Leikarakvöldvökunni 1974. Meðal annars ljósmynd af atriðinu „Andvaka“.

Efni tengt „Þorrablóti leikhúsanna 1971–1972“.

Efni tengt Kanadaferð Þjóðleikhússins 1975.

Efni frá dagskrá á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar, „Væri ég aðeins einn af þessu fáu”.

 

Askja 7: (Danska leikaravikan 1959 o.fl.)

Efni flest tengt Richmond-gestavikunni/leikaravikunni í Kaupmannahöfn í mars 1959 (var í öskju merkt „G.Þ. Askja I“ – sú askja fylgir með):

Bogen om Carlsberg, árituð til Guðbjargar Þorbjarnardóttur af þátttakendum í leikaravikunni.

Ljósmyndir (Danska leikaravikan 1959).

Ljósmyndir (Dætur himinsins).

Ljósmyndir (tvær í umslagi).

Ljósmynd (La traviata).

Ljósmynd (Betur má ef duga skal).

Danskar úrklippur um dönsku leikaravikuna.

Jólakort frá Landsbankanum 1955, með mynd af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í þjóðbúningnum.

 

Askja 8: (Sex í bíl)

Ljósmyndir úr sýningum Sex í bíl.

Líf og list, september (1950) og október (1950).

Leikskrár Sex í bíl (Candida, leikferð; Candida, Iðnó, 1949 (3); Carvallo, 1951 (3)), kvittanahefti og handskrifað kvæði (óheilt).

Reikningsbók með bókhaldi leikferðar 1949 og vélritað blað með yfirliti yfir ferðir, sýningarfjölda og selda miða, í leikferð 1949.

Blaðaúrklippur frá starfi leikflokksins.

Plakat: „6 í bíl sýna: „Brúin til mánans“ eftir Clifford Odets – Sjónleikur í 3 þáttum.“

Höfuðdúkurinn e. D.V.Campbell-Baines.

Vélritað handrit af sögu.

 

C. Blaðaúrklippur

Askja 9:

Blaðaúrklippur 1946, 1950–1969 (ekki 1953).

 

Askja 10:

Blaðaúrklippur 1970–1983 (ekki 1978), 1990 og 1992.

 

D. Prentað efni

Askja 11:

Frumvarp um Þjóðleikhús 1971–1972.

Prentað efni frá 11. Norddeutsches Theatertreffen in Lubeck 29. Mai – 7. Júní 1981.

Stundarfriður, leikskrá á dönsku og blaðaúrklippur tengdar leikritinu.

Dagsetur, leikskrá og blaðaúrklippur 1942.

Óskabarn örlaganna, leikhús Heimdallar, leikskrá og blaðaúrklippur 1955.

Galdra-Loftur, leikskrá 1944.

Tímarit:

Bezt og vinsælast 4:1 (1957) – tvö eintök.
Nýtt kvennablað 11:6 (1950).
Leiklistargagnrýni Steingerðar Guðmundsdóttur 1960.

 

E. Ljósmyndir

Askja 12:

Ljósmyndir tengdar leikferli Guðbjargar Þorbjarnardóttur (þrjár arkir).

Ljósmyndaalbúm 1 – myndir að hluta til frá Siglufirði (samkvæmt heildarskrá Leikminjasafns). Inni í albúminu var umslag með ljósmyndum – sett í nýtt umslag merkt Ljósmyndir.

Ljósmyndir úr ljósmyndaalbúmi, myndir frá leikferli Guðbjargar Þorbjarnardóttur.

 

F. Persónuleg gögn

Askja 13:

Afmælisgrein (DV, 13.07.1988) og listi yfir leikverk sem Guðbjörg tók þátt í.

Greiðslukvittanir/dagskrárgreiðslur frá Ríkisútvarpinu 1971–1978.

Greiðslukvittanir/dagskrárgreiðslur frá Ríkisútvarpinu 1979–1991.

Viðurkenning sem heiðursfélagi F.Í.L. (líklega 1992).

Styrkveiting úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins 1962.

Skeyti til Guðbjargar frá „Eddu vinkonu“ þann 26. febrúar 1979, ásamt mynd úr Galdra-Lofti á Siglufirði.

Grein um Guðbjörgu í Nýtt kvennablað, 14. árg., 4–5 tbl. 1953.

Boðskort vegna opnunar Þjóðleikhússins 20. apríl 1950.

Boðskort á sýninguna „Kröfuhafar“, fyrstu sýningu Þjóðleikhússins í Lindarbæ þann 4. nóvember. Ekkert ártal.

Bréf frá Húsbyggingarsjóði LR 7.12.1983 um móttekna peningagjöf frá Guðbjörgu.

Þakkarbréf frá Menningarsjóði Þjóðleikhúss 19.03.1979 fyrir gjöf til sjóðsins.

Þakkarbréf frá Leiklistarskóla Íslands 16.03.1982 fyrir framlag í sjóð.

Boðskort á hátíðarsýningu í tilefni af enduropnun Þjóðleikhússins.

Félagsskírteini F.Í.L. 1992.

Umslög.

 

G. Ýmislegt

Askja 14:

Bréf frá Otto Johansson (á sænsku).

Tvær nælur: 1) Friðarsamtök listamanna. 2) Icelandic cultural society banquet.

Nótur og listi yfir leikverk sem Guðbjörg tók þátt í.

Jóla- og nýárskveðjukort frá LR, nokkur eintök.

Segulbandsspóla, á miða: „Titania og Operon, Sesar, Hippolía, Antiopa”.

Filma: „GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR í þjóðbúningum úr “Skuggasveini2.  80 fet Kodachrome. Notað í “ICELAND THE JEWEL OF THE NORTH””.


Fyrst birt 03.02.2020

Til baka