Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Klemenz Jónsson (1920-2002). Einkaskjalasafn. Lbs 2019/57.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn.

  • Safnmark:

    Lbs 2019/57

  • Titill:

    Klemenz Jónsson. Einkaskjalasafn.

  • Tímabil:

    Um 1952-1984.

  • Umfang:

    12 öskjur og ein mappa.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/57. Klemenz Jónsson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Klemenz Jónsson (1920–2002), leikari og leikstjóri.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Klemenz Jónsson (1920-2002) gerðist að loknu leikaraprófi frá RADA í London leikari og síðar leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Hann var leiklistarstjóri Útvarps frá 1975 til 1981.  Klemenz var mikilvirkur leikstjóri en verður einkum minnst fyrir uppfærslur sínar á barnaleikritum, einkum leikritum Thorbjörns Egner. Þóttu sviðsetningar hans á leikritum eins og Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi hafa tekist ákaflega vel og uppskáru bæði lof gagnrýnenda og miklar vinsældir áhorfenda, ungra jafnt sem aldinna.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið er í 12 öskjum og 1 möppu. Safninu hefur verið raðað niður með eftirfarandi hætti: a) leikhandrit, b) prentað efni og c) teikningar, kveðjur og kort.

     

    A. Leikhandrit

    A1. Leikstjórnarhandrit

                A2. Leikhandrit (útvarp)

                A3. Leikhandrit (sjónvarp)

    B. Prentað efni

    C. Teikningar, kveðjur og kort

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.

  • Tungumál:

    Íslenska og norska.

Tengt efni

  • Not:

    Ekki er vitað um nein not.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Marín Árnadóttir flokkaði og skráði í september 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    18. október 2019.


Skjalaskrá

Öskjulisti


Askja 1: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 2: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 3: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 4: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 5: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 6: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 7: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 8: A1. Leikstjórnarhandrit

Askja 9: A2. Leikhandrit (útvarp)

Askja 10: A3. Leikhandrit (sjónvarp)

Askja 11: B. Prentað efni

Askja 12: C. Teikningar, kveðjur og kort (Thorbjörn Egner)

Mappa 13: C. Teikningar, kveðjur og kort

 

A. Leikhandrit
 

A1. Leikstjórnarhandrit
 

Askja 1:

1 1952: Æskan við stýrið. Gamanleikur í þrem þáttum, Sverrir Thoroddsen þýddi. Án höfundarnafns.

3 1958: Afbrýðissöm eiginkona. Án höfundaheitis eða leikhúss.

4 1958: Græna lyftan. Gamanleikur í 3 þáttum. Handrit frá Bandalagi íslenskra leikfélaga (Með fylgja 24 ljósmyndir í umslagi).

5 1958: Draugalestin. Sjónleikur í þremur þáttum eftir Arnold Ridley. 

 

Askja 2:

6 1958: Gerfiknapinn. Leikfélag Hafnarfjarðar.

7 1959: Undraglerin eftir Óskar Kjartansson.

8 1959: Köld eru kvennaráð. Gamanleikur í þremur þáttum eftir Stafford Dickens.  Þýðandi: Ragnar Jóhannesson. Handrit: Bandalag íslenskra leikfélaga. (Fremst í handritið hafa verið bundnar inn fimm vélritaðar síður (afrit e. kalkipappír) frá uppfærslu Kardimommubæjarins).

9 1959: Músagildran. Sjónleikur í tveimur þáttum eftir Agöthu Christie. Þýðandi: Halldór Stefánsson. (Með handritinu er sviðsplan á gagnsæjan pappír og leikskrá frá Leikfélagi Kópavogs).

 

Askja 3:

1960 (án númers): Lilly verður léttari. Leikrit í þrem þáttum eftir Roger McDougall. Þýtt hefur Einar Pálsson. (Hefur upphaflega heitið Dorothy eignast son). 

11 1960: Einkalíf eftir Noel Coward. Sigurður Grímsson íslenskaði. Eintak frá Þjóðleikhúsinu. 

1961 12: Gasljós eftir Patrick Hamilton. Þýðandi Ingibjörg Einarsdóttir. (Aftast er bundinn inn leikmunalisti á tveimur blöðum frá Þjóðleikhúsinu. Hefur sýnilega verið notað í útvarpi í nóvember 1975). 

1961 13: Skugga-Sveinn eða Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson. Útgáfa Menningarsjóðs frá 1952. (Notað við uppfærslu Þjóðleikhússins 1961).

14 1961: Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, leikgerð: Indriða Waage og Emils Thoroddsen. Útgáfa Menningarsjóðs frá 1951. (Á saurblað skr. m. blýanti: “Maður og kona. 14. 1962.”

 

Askja 4:

16 1962: Dýrin í Hálsaskógi. Handrit frá Þjóðleikhúsinu þar sem leikurinn ber heitið Klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi, barnaleikrit í fjórtán myndum eftir Thorbjörn Egner.  Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Ljóðin þýdd af Kristjáni frá Djúpalæk. Með liggur leikskrá frá frumuppfærslunni, tvö blöð frá Ríkisútvarpi-Sjónvarpi v. sjónvarpsupptöku á sviði Þjóðleikhússins, sviðsteikningar og fjórar ljósmyndir af sviðinu (norskt) frá Thorbjörn Egner (í umslagi merktu Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra) og í sérumslagi bréfaskipti milli Klemenzar og Thorbjörns Egner varðandi uppfærslurnar á Dýrunum í Hálsaskógi og Kardimommubænum.

18 1963: Rekkjan. (Handrit stimplað Þjóðleikhúsinu).

19 1963: Jólaþyrnar, leikrit eftir Wynyard Browne. Þorsteinn Ö. Stephensen þýddi og bjó til flutnings í útvarp. (Á eftir öðrum þætti er innbundið sviðsplan og listi yfir húsgögn og leikmuni).

20 1964: Mjallhvít og dvergarnir sjö eftir Margarete Kaiser. Ævintýraleikur. Íslensk þýðing: Stefán Jónsson. Þjóðleikhúsið, október 1963.

 

Askja 5:

21 1964: Kraftaverkið eftir William Gibson. Jónas Kristjánsson íslenskaði. Þjóðleikhúsið, maí 1963

XXI 1969 –70: Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen, leikgerð Emils Thoroddsen. Útgáfa Menningarsjóðs 1952. (Eintakið áritað Þóru Friðriksdóttur)

22 1966: Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Þjóðleikhúsið, nóvember 1963. (Með liggja nótur og texti við „Maggi og tunglið“).

23 1966: Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie. Leikrit í 3 þáttum. Hildur Kalman íslenskaði.

 

Askja 6:

24 1966: Sveinn Halldórsson: Óboðinn gestur. Skopleikur í einum þætti. Með fylgja sex blöð af nótum.

25 1967: Galdrakarlinn í Oz. Handritið ómerkt en sýnilega notað við sviðsetningu Þjóðleikhússins. Með fylgir ljósmynd af Margréti Guðmundsdóttur og Bessa Bjarnasyni í leiknum. 

26 1967:  Sexurnar. Á titilblaði: “Sexurnar” (handskrifað). Douglas-Douglas eftir Marc Camoletti. Þýtt og staðsett af: Lofti Guðmundssyni, rithöfundi. Leikfélag Kópavogs 1966. 

27 1969: Síglaðir söngvarar. Svolítill söng- og gamanleikur í tveim þáttum og mörgum myndum eftir Thorbjörn Egner. Þýðandi ljóða: Kristján frá Djúpalæk. Þýðandi texta: Hulda Valtýsdóttir. Þjóðleikhúsið, september 1968.

 

Askja 7:

28 1969: Betur má ef duga skal eftir Peter Ustinov. Gamanleikur. Þýðandi: Ævar R. Kvaran. Þjóðleikhúsið, nóvember 1968.

30 1971: Litli Kláus og Stóri Kláus. Leikrit fyrir börn eftir Lisa Tetzner. Þjóðleikhúsið (án ártals). 

31 1971: Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Sjónleikur í fimm þáttum. (Fjölrit byggt á útgáfunni frá 1907).

 

Askja 8:

32 1972: Ferðin til tunglsins. Ævintýraleikur í sjö sýningum eftir Gert v. Basserwitz.  Tónlist eftir Clemens Schamalstich. Þýðandi: Stefán Jónsson. Þjóðleikhúsið, nóvember 1972.

33 1974: Kardemommubærinn. Handrit Þjóðleikhúss, júní 1974. (Með fylgja á lausum blöðum söngtextar, leikmunalistar, ljósrit af nákvæmri sviðslýsingu og teiknuðum sviðsmyndum frá Egner).

34 1975: Kardemommubærinn. Handrit Þjóðleikhúss, júní 1974. (Með fylgja ljósrit af nokkrum leikdómum).

36 1984: Kardemommubærinn. Handrit Þjóðleikhúss, júní 1974.

 

 

A2. Leikhandrit (útvarp)
 

Askja 9:

Einar Benediktsson, maðurinn og skáldið. Útvarpshandrit e. Gils Guðmundsson (3 þættir).

Himneskt er að lifa. Hannes Hafstein, maðurinn og skáldið. Útvarpshandrit e. Gils Guðmundsson (3 þættir).

Sólborgarmálið. Útvarpshandrit e. K.J. (2 þættir).

Reynistaðabræður. Útvarpshandrit e. K.J. (2 þættir).

Oddrúnarmál. Útvarpshandrit e. K.J. (3 þættir)

Alþýðuskáldið Sigurður Breiðfjörð. Útvarpshandrit e. K.J. (3 þættir).

Aftökur í Vatnsdalshólum. Útvarpshandrit e. K.J. (3 þættir).

 

 

A3. Leikhandrit (sjónvarp)
 

Askja 10:

Dánarminning e. Bjarna Benediktsson frá Hofteigi. Handrit v. sjónvarpsupptöku.

Skrifstofufólk e. Murray Schisgal. Þýðing: Óskar Ingimarsson. Sjónvarp 1972. Með liggja leikmunalisti og samningur Klemenzar Jónssonar og RÚV um leikstjórn á verkinu.

Kardemommubærinn e. Thorbjörn Egner. 10 þættir, leikgerð f. sjónvarp. Án ártals.

 

 

B. Prentað efni
 

Askja 11:

Vikan 8. maí 1975, viðtal við Klemenz Jónsson. Með liggja ljósrit af viðtalinu.

Leikhúsmál 1:3 (1963).

 

 

C. Teikningar, kveðjur og kort
 

Askja 12:

Þrettán teikningar, kveðjur og kort frá Thorbjörn Egner til Klemenzar Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, eiginkonu hans.

 

Mappa 13:

            Þrjár teikningar með kveðjum frá Thorbjörn Egner.

            Teikning af Thorbjörn Egner.

            Teikning e. Halldór Pétursson (Dimmalimm?).

 

 

 

 

--------------

 

Miðað við heildarskrá Leikminjasafns vantar þessi leikstjórnarhandrit:

 

2: Svefnlausi brúðguminn.  Gamanleikur eftir Arnold & Bach.  Þýðing: Sverrir Haraldsson.  Leikfélag Hafnarfjarðar 1956.

 

X 1960: Kardemömmubærinn.  Handrit frá Þjóðleikhúsinu þar sem leikurinn ber heitið Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir Thorbjörn Egner.  Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir.  Með hdr. fjórar ljósmyndir (frá síðar sýningu?) og fjögur jólakort í umslagi.

 

17 1963: Happið.  Gamanleikur í einum þætti eftir Pál J. Árdal (Stimplað “Hagaskólinn í Reykjavík”)

 

35 1976: Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner.  Þjóðleikhúsið október 1976.


Fyrst birt 05.11.2021

Til baka