Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn Íslands.
LBS 2018/20.
Indriði Einarsson. Einkaskjalasafn.
Aðallega 1846-1939.
49 öskjur.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn. Lbs 2018/20. Indriði Einarsson. Einkaskjalasafn.
Indriði Einarsson (1851-1939).
Indriði Einarsson fæddist á Húsabakka í Skagafirði 30. apríl 1851. Eftir að sjá uppsetningu á Útilegumönnunum eftir Matthías Jochumsson fjórtán ára gamall heillaðist Indriði af leiklist og sú ástríða fylgdi honum alla tíð. Eftir hvatningu frá Sigurði málara skrifaði hann sitt fyrsta leikrit. Nýársnóttin var frumsýnd árið 1870 á Langalofti Lærða skólans og vakti mikla athygli. Eftir útskrift frá Lærða skólanum stundaði Indriði nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, síðan framhaldsnám við Háskólann í Edinborg og snéri aftur til Íslands 1878. Hann sinnti ýmsum störfum fyrir íslenska ríkið en lengst af var hann endurskoðandi landsreikninga. Samhliða þessum störfum var Indriði brautryðjandi í leikhúslífi Reykjavíkur og hvatamaður fyrir byggingu Þjóðleikhússins, enda iðulega kallaður „faðir Þjóðleikhússins“. Eftir hann liggja sjö leikverk en einnig þýðingar af ýmsu tagi. Indriði var einn af lykilmönnum Leikfélags Reykjavíkur og leikstýrði fjölda sýninga á rúmlega tuttugu ára tímabili. Indriði lést í Reykjavík þann 31. mars 1939.
Heimildir:
https://www.althingi.is/altext/cv?nfaerslunr=258
https://leikminjasafn.is/news/20/7/Indri%C3%B0i-Einarsson/d,News_events
https://leikminjasafn.is/index.php?page=result&q=getListamadurDXO/1792
Einkaskjalasafn Indriða Einarssonar var geymt um árabil í Þjóðleikhúsinu, trúlega komið upphaflega frá aðstandendum hans en það á eftir að staðfesta. Ólafur Engilbertsson var tengiliður afhendingarinnar en fimm kassar af safni Indriða Einarssonar („Indriðasafn“) frá Þjóðleikhúsinu komu í gegnum Leikminjasafn Íslands. Þrír kassar að auki fóru til Íslandssafns. Þetta safn er nú sameinað.
Þjóðleikhúsið afhenti gögn Indriða Einarssonar 20. apríl 2018.
Safnið er í 49 öskjum og er skipt upp í eftirfarandi efnisflokka:
A. Leikhandrit í stílabókum
A.A. Íslenskir höfundar
A.B. Erlendir höfundar
B. Leikhandrit – Möppur og laus blöð
B.A. Íslenskir höfundar
B.B. Erlendir höfundar
C. Einþáttungar með eiginhendi
D. Hlutverkabækur
D.A. Íslenskir höfundar
D.B. Erlendir höfundar
E. Bækur
E.A. Íslenskar bækur
E.B. Íslenskar bækur í erlendri þýðingu
E.C. Erlendar bækur í íslenskri þýðingu
E.D. Bækur á erlendum tungumálum
F. Leikskrár
G. Ýmislegt
Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.
Ekki er von á viðbótum.
Safnið er opið.
Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.
Íslenska, danska, sænska og þýska.
Í Lbs 582 NF og Lbs 786 má finna þýðingar Indriða á ýmsum verkum William Shakespeare. Þessi safnmörk geyma einkaskjalasafn Hildar Kalman sem var dótturdóttir Indriða. Í LMÍ 2021/3 má finna tvær greinar áritaðar af Indriða en Páll Steingrímsson var tengdasonur hans. Lbs 974-975 fol. og Lbs 5063-5081 4to inniheldur einnig gögn tengd Indriða, úr fórum sonar hans Einars Viðars. Einnig má finna eintak af leikritinu Nei eftir Johan Ludvig Heiberg en handritið er stimplað „Þjóðleikhússafn. Gjöf Alfreðs Andréssonar.“ Ekki er vitað hvernig handritið rataði í þetta safn en Einkaskjalasafn Alfreðs og eiginkonu hans Ingu Þórðardóttir er geymt á Handritasafni Landsbókasafnsins undir safnmarkinu LBS 2020/19.
Ekki er vitað um nein not.
Sigríður Jónsdóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Indriða Einarssonar í febrúar, júlí og október 2021. Safnið er staðsett í geymslum Leikminjasafns Íslands í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafn. Handritið Stúlkan frá Tungu sem er varðveitt í þessu safni er eina þekkta eintakið af þessu leikriti. Einnig er að finna hlutverkabækur tengd handritinu. Sömuleiðis er að finna uppskrift af Víg Kjartans Ólafssonar eftir Júlíönnu Jónsdóttur en einungis eitt annað eintak er til svo vitað sé. Stílabækur með uppskriftum af fyrstu tveimur verkefnum Leikfélags Reykjavíkur, Ferðaævintýrið eftir A.L. Andersen og Ævintýri í Rosenborgargarði eftir Johan L. Heiberg bæði í þýðingu Brynjólfs Kúld, eru varðveitt í safninu undir en þau eru merkt sýningarnúmerunum L.R. 1 og L.R. 2. Þýðendur leikrita eru oft innan sviga þar sem þeir eru ekki skráðir í gagnið sjálft heldur er aðallega notast við upplýsingar úr gagnagrunni Leikminjasafns.
Febrúar, ágúst og október 2021.
Askja A.A. 1-3 – Leikhandrit í stílabókum – Íslenskir höfundar
Askja A.B. 1-15 – Leikhandrit í stílabókum – Erlendir höfundar
Askja B.A. 1 – Leikhandrit – Möppur og laus blöð – Íslenskir höfundar
Askja B.B. 1-6 – Leikhandrit – Möppur og laus blöð – Erlendir höfundar
Askja C. 1 – Einþáttungar með eiginhendi
Askja D.A. 1-2 – Hlutverkabækur – Íslenskir höfundar
Askja D.B. 1-6 – Hlutverkabækur – Erlendir höfundar
Askja E.A. 1-4 – Bækur – Íslenskar bækur
Askja E.B. 1 – Bækur – Íslenskar bækur í erlendri þýðingu
Askja E.C. 1-3 – Bækur – Erlendar bækur í íslenskri þýðingu
Askja E.D. 1 – Bækur – Bækur á erlendum tungumálum
Askja F. 1 – Leikskrár
Askja G. 1-3 - Ýmislegt
Innihald
Nánari útlistun á innihaldi askjanna má finna í hlekknum hér fyrir neðan.
Fyrst birt 19.10.2021