Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn Íslands.
LMÍ 2021/3
Páll Steingrímsson. Einkaskjalasafn.
Mikið ódagsett. Líklega milli 1910-1947.
Fimm öskjur.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn. LMÍ 2021/3. Páll Steingrímsson. Einkaskjalasafn.
Páll Steingrímsson (1879–1947).
Páll Steingrímsson ritstjóri og leikskáld fæddist þann 25. mars 1879 á Flögu í Vatnsdal. Á árunum 1902–1924 gegndi hann störfum hjá póststofunni í Reykjavík, síðan varð hann ritstjóri Vísis til ársins 1938. Hann var giftur Guðrúnu Indriðadóttur, leikkonu og dóttur Indriða Einarssonar, og eignuðust þau tvö börn, Herstein og Kötlu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst 1947.
Heimildir:
„Páll Steingrímsson ritstjóri: Minningarorð“. Morgunblaðið, 29. ágúst 1947, 2.
„Minningarorð: Páll Steingrímsson, ritstjóri“. Alþýðublaðið, 29. ágúst 1947.
Inga Hersteinsdóttir afhenti Leikminjasafni Íslands ýmis gögn tengd afa sínum. Hún er dóttir Hersteins Pálssonar ritstjóra, en afi hennar var Páll Steingrímsson og amma hennar Guðrún Indriðadóttir og langaafi því Indriði Einarsson. Hún fann eiginhandarhandrit af tveimur leikritum Páls, Þórólfi í Nesi og Skuggum, einnig nefnt Dalabörn í einni stílabók.
Inga Hersteinsdóttir afhendi gögnin í febrúarmánuði 2021.
Safnið er í fimm öskjum og skipt upp í eftirfarandi efnisflokka:
Handrit
Prentað efni
Stuttar frásagnir, nótur og úrklippur
Ýmislegt
Fagra veröld, leikrit byggt á ljóðum Tómasar Guðmundssonar. 1996/1997. Karl Ágúst Úlfsson. Leikfélag Reykjavíkur. Tekið frá þar sem eintakið virðist hafa slysast með. Gefið út 50 árum eftir andlát Páls Steingrímssonar. Engin skýr tenging.
Mögulega er von á viðbótum eftir að aðstandendur fara betur í gegnum sínar geymslur.
Safnið er opið.
Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.
Íslenska og danska
Páll Steingrímsson var giftur Guðrúnu Indriðadóttur leikkonu, tengdafaðir var þannig Indriði Einarsson. Einkaskjalasafn Indriða Einarssonar má finna undir safnmarkinu LBS 2018/20 en það er í vinnslu. Einnig er að finna texta eftir Sigurður Nordal.
Ekki er vitað um nein not.
Staðsetning safns. – Í geymslum Leikminjasafns Íslands.
Í safninu er eina þekkta eintakið af leikritinu Þórólfur í Nesi, handritið er ekki dagsett. Einnig fannst einþáttungurinn Dagsetur eftir Pál í bókasafni Leikfélags Reykjavíkur þegar það var tekið í sundur vorið 2021. Líklega eina eintakið. Leikskrá frá sýningunni Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er líklega heimild frá ferð Guðrúnar Indriðadóttur, leikkonu og eiginkonu Páls, til Vesturheims árið 1912. Sýningin var sýnd á Garðar undir stjórn klúbbisins Helgi magri. Ekki er vitað um fleiri eintök af þessari leikskrá. Safnið inniheldur líka mikið af textabrotum sem þarfnast frekari rannsókna. Erfitt er að staðfesta rithönd en frásagnirnar eru líklega með rithönd Páls Steingrímssonar. Í flokki D. Ýmislegt má finna margvísleg skjöl sem gætu verið með rithönd Guðrúnar Indriðadóttur, þau eru flokkuð sem „Önnur rithönd“. Skjalfest er að hún þýddi greinar eftir Paul Brunton og í umslagi merkt Segul-lækningar má finna útklippta mynd af Bruton og texta sem inniheldur hugleiðinar um andleg málefni. Í D flokki má sömuleiðis finna dans saminn af Guðrúnu Indriðadóttur að nafninu „Hér er kominn Hoffinn“ líklega byggður á íslensku þjóðlagi/danskvæði. Nánast öll gögn í safninu eru ódagsett.
Sigríður Jónsdóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Páls Steingrímssonar í apríl árið 2021.
Apríl 2021. Viðbót skrifuð í nóvember 2021.
Öskjulisti
Askja 1 – A. Leikhandrit
Askja 2 – A. Leikhandrit
Askja 3 – B. Prentað efni
Askja 4 – C. Stuttar frásagnir, nótur og úrklippur
Askja 5 – D. Ýmislegt
Innihald
Leikhandrit
Askja 1:
Mot natt. Skuespil i en akt. Páll Steingrímsson. Vélritað handrit. Á dönsku.
Mot natt. Skuespil i en akt. Tvær stílabækur merktar I. og II. með eiginhendi. Páll Steingrímsson. Á dönsku.
Ótitlaðir 1. og 2. þáttur. Stutt leikrit eða brot úr leikriti. Handrit með eiginhendi. Ódagsett.
Ótitlað leikhandrit í fjórum þáttum. 1923. Handrit með eiginhendi. Laus blöð. Inn í kápu er skrifað „Lífið er útlegð – dauðinn lífsins dyr“ / „og nú er eg eins og milli heims og heljar“
Askja 2
Dagsetur, sjónleikur í einum þætti. Páll Steingrímsson. Handrit með eiginhendi.
Þórólfur í Nesi, leikrit í fjórum þáttum. Páll Steingrímsson. Handrit með eiginhendi.
Skuggar. Dalabörn. Leikrit í fjórum þáttum. Páll Steingrímsson. Handrit með eiginhendi.
Skuggar. 1918. Páll Steingrímsson. Handrit með eiginhendi.
Skuggar. Leikrit i fjórum þáttum. Páll Steingrímsson. Handrit með eiginhendi.
Prentað efni
Askja 3:
Ritreglur. 1942. Freysteinn Gunnarsson. Önnur útgáfa.
Ofvitinn. 1979. Leikskrá. Leikfélag Reykjavíkur.
„Fjalla-Eyvindur, leikrit í fjórum þáttum eftir Jóhann Sigurjónsson“. Leikskrá. 1912/1913. Líklega frá ferð Guðrúnar Indriðadóttur til Vesturheims. Ólafur S. Thorgeirsson prentaði. Myndir.
„Stofnun Fjölnis“ úr tímaritinu Skírnir. Sigurður Nordal.
„Þjóðleikhús“. Indriði Einarsson. Sérprentun úr Skírni 1907. Áritað: „Jungfrú Guðrún [óskýrt] með virðingu Indr. Einarsson“.
„Hvert stefnir? Um álit eftirlauna- og launamálanefndarinnar 1914“. 1916. Indriði Einarsson. Áritað: „Til Emilíu… [óljóst].“
„Hrafnkatla, Mit Einem Auszug Auf Deutsch“. Sigurður Nordal. Studia Islandica, íslenzk fræði. Áritað: „Kæri ritstjóri Páll Steingrímsson vinsamlegast frá höfundi.“
„Leikhúsmál“. 1944, 4. árg. nr. 2-3.
„Verkefni fyrir handavinnu“. 1945. María Ólafsdóttir.
Stuttar frásagnir, nótur og úrklippur
Askja 4:
Ótitlað handrit. Bls. 2-76. Fyrstu blaðsíðu vantar.
Ótitlað brot úr handriti. Bls. 3-15.
Rauð stílabók með nótu: „Páll! Kom, en fann þig ekki heima. Tek bréfin á morgun. Hörður.“
Umslag merkt „Loftur Lundlausi (Uppkast)“. Handskrifaðar nótur, ýmis brot.
Rauð og munstruð minnisbók. Ýmis textabrot og nótur. Eiginhönd.
Svört kápa. Innihald:
French‘s Descriptive List. Ódagsett. Listi yfir leikrit
Vísir. 27. janúar, 1940. Opnugrein um líf Einars Benediktssonar, höf. Páll Steingrímsson.
Teikning af óþekktum manni. Mögulega Páll Steingrímsson.
Lesbók Morgunblaðsins. 4. febrúar, 1940.
„Ég læt þig vita“. Handrit með eiginhendi. Merkt: „Saltist fyrst um sinn.“
Umslag merkt: Frú Guðrún Indriðadóttir, Tjarnargötu 5.
„Órækja“. Handrit með eiginhendi. Annað handrit, „Þekkti röddina.“ fest með blaðaklemmu við fyrrnefnt handrit.
Ýmsar nótur festar með bréfaklemmum. Hefjast á orðunum: „Svo bar til einhverju seinni á laugardegi, að klerkur nokkur sendi vinnumann sinn eftir hesti, sem hann ætlaði að kaupa í næstu sveit…“
Ættarniðjar. Handrit með eiginhönd. Hefst á orðunum: „Davíð Davíðsson (f. 1795, d. 1885)“.
„Vonskan við krumma.“ Handrit með eiginhendi.
„Augun.“ Handrit með eiginhendi.
Ódagsett og handskrifað bréf. Mögulega um Steingrím, föður Páls. Ekki víst með hvaða hendi.
„Hjónin í Grundarkoti.“ Handrit með eiginhendi.
„“Þið eruð lokuð inni.“ (sönn saga).“ Handrit með eiginhendi.
„Gráir hestar.“ Handrit með eiginhendi.
„Ég ætla að messa svolítið meira.“ Handrit með eiginhendi.
„Blessaður steinninn!“ Handrit með eiginhendi.
„Bónorðsförin.“ Ódagsett. Handrit með eiginhendi.
„Sparisjóður ástarinnar“. Handrit með eiginhendi.
„“Herbragð“ Jóns bónda.“ Handrit með eiginhendi.
„Milli dúra. (Gömul munnmælasaga).“ Handrit með eiginhendi.
„Ástarbragðið.“ Handrit með eiginhendi.
„Löðrungurinn.“ Handrit með eiginhendi.
„Hatturinn.“ Handrit með eiginhendi.
„Hjónarótin.“ Handrit með eiginhendi.
„Draugarnir í fjóstóftinni“ Handrit með eiginhendi.
„Nálsporin“. Strikað yfir titil. Handrit með eiginhendi.
Textabrot. Samanbrotið. Skrifað efst til vinstri: „Bætist inn í.“ Handrit með eiginhendi.
Ýmislegt
Askja 5
„Hér er kominn Hoffinn. Dans saminn af Guðrúnu Indriðadóttur.“ Leiðbeiningar um bæði hreyfingar og söng.
„Framhald þróunar á efnislegri skynjun og mætti.“ Tafla. Önnur rithönd.
Uppskrift. „Ostur og brauð(búðingur)“. Önnur rithönd.
Hlutverkabók fyrir persónurnar Engilráð / Manga. Leikrit óþekkt. Ódagsett.
Umslag merkt: „Segul-lækningar. Frú Guðrún Indriðadóttir, Reykjavík.“ Inniheldur úrklippu úr tímaritinu Eimreiðin, 1939, 4. hefti. Mynd af Paul Bruton, á bakhlið sést brot úr greininni „Leyndardómurinn um meistarann frá Nazaret“. Inniheldur einnig bréf titlað „Ég er Líf Alheimsins og hinn Eini Veruleiki hans.“ Önnur rithönd.
Ótitlað. Hefst á orðunum: „um milljónir ára…“ Bls. 2-7. Önnur rithönd.
Ýmis handritabrot. Efsta bréf byrjar á orðunum: „Einu sinni var maðurinn sér þess fullkomlega meðvitandi að hann var orku miðdepill“. Önnur rithönd. Hin brot um svipuð andleg málefni.
„Brúin frá stjörnuljósafundinum (?) yfir í musteri Rose Croix. (Rósakrossins).“ Önnur rithönd.
„Erindi VII“. Önnur rithönd.
„Guðspeki yfirlit.“ Önnur rithönd.
Umslag. „Ýmis bréf. Frú Guðrún Indriðadóttir, Laufásvegi 68, R.“
Tvö jólakort. Annað frá Martha og Pétur Benediktsson, París. Hitt í umslagi merkt „Frú Guðrún Indriðadóttir, Tjarnargötu [óskýrt], Reykjavík. Leiðrétt í Laufásveg 68“ frá fjölskyldu Gunnars B. Björnsson og Ingibjargar Augustine Björnsson í Minneapolis, Bandaríkjunum.
Ýmis textabrot. Fyrsta brotið byrjar á: „Nei, ég gef það alveg frá mér,…“
Orðalistar. Mögulega leiðréttingar á texta.
Ýmis ljóðabrot. Fyrsta brotið heitir „Staka“.
Fyrst birt 13.08.2021