Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Jón Múli Árnason (1921-2002). Einkaskjalasafn. LMÍ 2021/10.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn Íslands.

  • Safnmark:

    LMÍ 2021/10

  • Titill:

    Jón Múli Árnason. Einkaskjalasafn.

  • Tímabil:

    1947-1994

  • Umfang:

    Tíu öskjur.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Leikminjasafn. LMÍ 2021/10. Jón Múli Árnason. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Jón Múli Árnasson (30.03.1921-01.04.2002), þulur og tónskáld.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Jón Múli Árnasson fæddist á Kirkjubóli á Kolbeinstanga á Vopnafirði 31. mars 1921 og lést á Landspítalanum við Hringbraut á öðrum degi páska þann 1. apríl 2002. Hann hóf störf hjá RÚV 1946 og hafði umsjón með djassþáttum í Ríkisútvarpinu til starfsloka 1995. Með bróður sínum, Jónasi Árnasyni, skrifaði hann söngleiki á borð við Deleríum Búbónis og Járnhausinn. Samhliða samdi hann fjölda annarra vinsælla dægurlaga, var ötull félagsmálamaður og var einn af stofnendum Lúðrasveitar verkalýðsins.

    Heimildir:

    https://www.mbl.is/greinasafn/grein/663322/

  • Varðveislusaga:

    Jón Múli Árnason myndaði skjalasafnið en eftir andlát hans varðveitti Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, eiginkona hans, gögnin. Hún lést í ágúst 2020 og safnið fór í varðveislu afkomenda hans.

  • Um afhendingu:

    Aðstandendur Jóns Múla Árnasonar afhendu safn hans Leikminjasafni Íslands í mars 2021.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Umfang og innihald:

    Safnið er í tíu öskjum og skipt upp í eftirfarandi efnisflokka:

    A.      Leikhandrit

    B.     Djassþættir

    C.      Nótur

    D.     Annað efni (s.s. ræður, kynningar og kennsluefni)

  • Grisjun:

    Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.

  • Tungumál:

    Íslenska og enska.

Tengt efni

  • Tengdar einingar:

    Ekki er vitað um neitt efni tengt Jóns Múla Árnassonar í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafn.

  • Not:

    Ekki er vitað um nein not.

Athugasemdir

  • Athugasemdir:

    Safnið var upphaflega afhent í sjö öskjum en var endurskipulagt við skráningu, þó aðallega djassþættina, kynningarnar og ræðurnar. Flest gögn eru með handskrifuðum nótum og/eða leiðréttingum með eiginhendi Jóns Múla.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Sigríður Jónsdóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Jóns Múla Árnassonar í mars og júlí árið 2021. Safnið er staðsett í geymslurými Leikminjasafns Íslands.

  • Dagsetning lýsingar:

    Júlí 2021.


Skjalaskrá

Öskjulisti


Askja A/1 – Leikhandrit-  Deleríum Búbónis

Askja A/2 – Leikhandrit - Ýmis leikhandrit. Die Musik, Járnhausinn, Allra meina bót og Rjúkandi ráð.

Askja B/3 – Djassþættir – 1947 – 1965

Askja B/4 – Djassþættir – 1971 – 1976

Askja B/5 – Djassþættir – 1977 – 1981

Askja B/6 – Djassþættir – 1982 – 1992

Askja B/7 – Djassþættir – 1993 – 1994

Askja B/8 – Djassþættir – Ódagsett

Askja C/9 – Nótur – Ódagsett

Askja D/10 – Annað efni – 1956 – 1999 og ódagsett

 

Innihald

Nánari útlistun á innihaldi askjanna má finna í hlekknum hér fyrir neðan.

Lýsandi samantekt - Jón Múli Árnason 


Fyrst birt 13.08.2021

Til baka