Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Laila Andrésson (1938-2013). Einkaskjalasafn. Lbs 2019-76.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Handritasafn

  • Safnmark:

    Lbs 2019-76

  • Titill:

    Laila Andrésson. Einkaskjalasafn.

  • Tímabil:

    Um 1964–1976.

  • Umfang:

    Fjórar öskjur.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/76. Laila Andrésson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Laila Andrésson (1938–2013), húsmóðir.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Laila Andrésson (26. september 1938 – 5. maí 2013) húsmóðir fæddist í Reykjavík árið 1938. Foreldrar hennar voru Alfred Andrésson leikari og Inga Þórðardóttir leikkona. Laila giftist Styrkári Geir Sigurðssyni (1932–2004) flugstjóra árið 1964 og eignuðust þau fjögur börn: óskýrður drengur, Alfred Júlíus, Sigurður Eiríkur og Indriði Ingi.

    Heimildir

    „Minningar: Styrkár Geir Sigurðsson“ Morgunblaðið 4. júní 2004, bls. 39.

    Íslendingabók, um Lailu Andrésson: https://www.islendingabok.is/.

  • Varðveislusaga:

    Varðveislusaga fram að afhendingu er ekki þekkt.

  • Um afhendingu:

    Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Lailu Andrésson Handritadeild Landsbókasafns Íslands árið 20??. Gögnin bárust Leikminjasafni á árunum 2004–2009.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið er í 4 öskjum og skipt upp í eftirfarandi efnisflokka: 

    A.     Ljósmyndir

    B.     Prentað efni

    C.     Munir

  • Grisjun:

    Ekki hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.

  • Tungumál:

    Íslenska og danska

Tengt efni

  • Tengdar einingar:

    Sjá safn Alfreds Andréssonar og Ingu Þórðardóttur (Lbs 2020/19), og Auróru Halldórsdóttur (Lbs 2018/52).

  • Not:

    Ekki er vitað um neina útgáfu á gögnunum til þessa.

Athugasemdir

  • Athugasemdir:

    Safnið er staðsett í 007.

    Í safni Lailu Andrésson er að finna margvísleg gögn, s.s. ljósmyndaalbúm og leikhandrit, sem tengjast foreldrum hennar Alfred Andréssyni leikara og Ingu Þórðardóttur leikkonu, og Auróru Halldórsdóttur leikkonu, sem mátti heita uppeldismóðir hennar. Mikið efni úr einkaskjalasöfnum þeirra varð eftir í fórum Lailu og oft er erfitt að vita hvað tilheyrði hverjum.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Marín Árnadóttir skráði í nóvember 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    13.12.2019


Skjalaskrá

Öskjulisti


Askja 1: A. Ljósmyndir

Askja 2: A. Ljósmyndir

Askja 3: B. Prentað efni

Askja 4: C. Munir

 

A. Ljósmyndir
 

Askja 1:

Þrjú myndaalbúm. Aðallega myndir úr leikhúsi.

 

Askja 2:

Þrjú myndaalbúm (eitt þeirra merkt Auróru Halldórsdóttur). Aðallega myndir úr leikhúsi.

 

B. Prentað efni
 

Askja 3:

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Munkarnir á Möðruvöllum. Leikrit í þrem þáttum (Reykjavík 1926). Merkt: „Alfreð Andrésson leikari, með vinarkveðju frá Haraldi Björnssyni“.

Hamlet. Omsat af Kaj Munk (København 1938). Úr bókasafni Alfreds Andréssonar og Ingu Þórðardóttur.

Ýmislegt um Þjóðleikhús (starfsreglur, lög o.s.frv.). Einnig liggur með orðsending frá Þjóðleikhússtjóra (líklega 1949/1950).

Leikskrá og ljósmyndir úr Tunglið, tunglið taktu mig. Alþýðleg tunglspeki í 2 pörtum og 1 partíi eftir Guðmund Sigurðsson og Harald Á. Sigurðsson.

Sálmaskrá (Stefanía Guðmundsdóttir). Merkt Ingu og Alfred Andréssyni.

Samtíningur (úrklippa og bæklingar):

Elsa E. Guðjónsson, Íslenskir kvenbúningar á síðari öldum (Kópavogur 2001).

Elsa E. Guðjónsson, The national costume of women in Iceland.

Úrklippa úr Morgunblaðinu 1994, minningargrein um Ævar R. Kvaran leikara.

 

C. Munir
 

Askja 4:

Tvær blikkdósir með ljósum hárkollum frá Ingu Þórðardóttur.


Fyrst birt 15.03.2021

Til baka