Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Handritasafn
Lbs 2019/75
Gísli Halldórsson. Einkaskjalasafn.
Um 1964–1976.
Sex öskjur.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/75. Gísli Halldórsson. Einkaskjalasafn.
Gísli Halldórsson (1927–1998), leikari og leikstjóri.
Gísli Halldórsson leikari og leikstjóri fæddist í Tálknafirði 2. febrúar árið 1927. Foreldrar hans voru Halldór Gíslason og Valgerður Jónsdóttir. Eiginkona Gísla var Theodóra Sverrisdóttir Thoroddsen og eignuðust þau þrjú börn, Theodóru, Halldór og Sverri.
Gísli stundaði nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og var í um þrjá áratugi einn af aðalleikurum Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó og síðar Borgarleikhúsinu, og einnig einn helsti leikstjóri þess. Hann starfaði mikið fyrir útvarp og á síðustu árum sínum lék hann í nokkrum kvikmyndum, m.a. í Börnum náttúrunnar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Gísli lést þann 27. júlí 1998.
Heimildir
„Andlát: Gísli Halldórsson.“ Morgunblaðið, 28. júlí 1998, 2.
„Merkir Íslendingar: Gísli Halldórsson.“ Morgunblaðið, 2. febrúar 2016, 35.
Varðveislusaga fram að afhendingu er ekki þekkt.
Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Gísla Halldórssonar handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafni árið 20??. Ekki er vitað hvenær gögnin bárust Leikminjasafni.
Safnið er í sex öskjum og skipt upp í eftirfarandi efnisflokka:
A. Leikhandrit
B. Ljósmyndir
Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.
Ekki er von á viðbótum.
Safnið er opið.
Samkvæmt reglum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um afritun.
Íslenska og enska.
Ekki er vitað um neitt efni tengt Gísla Halldórssyni í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafni.
Ekki er vitað um neina útgáfu á gögnunum til þessa.
Safnið er staðsett í 007.
Skoða þarf betur hvort ljósmyndir í ljósmyndaalbúmunum (askja 4 og 5) þurfi betri umbúðir.
Í heildarskrá Leikminjasafns segir:
Gísli Halldórsson, leikari og leikstjóri, (1927-1998) var ekki mikill safnari en þau handrit sem hann skildi eftir sig, gengu til Leikminjasafnsins að ósk ekkju hans, Theodóru Thoroddsen. Þá lánaði hún Leikminjasafninu tvær ljósmyndabækur með myndum frá ferli Gísla, sem gerðar voru í tilefni af einu stórafmæla hans, með fyrirheiti um að þær myndu verða eign safnsins síðar.
Marín Árnadóttir skráði í nóvember 2019.
17. desember 2019
Askja 1: A. Leikhandrit
Askja 2: A. Leikhandrit
Askja 3: B. Ljósmyndir
Askja 4: B. Ljósmyndir
Askja 5: B. Ljósmyndir
Askja 6: B. Ljósmyndir
A. Leikhandrit
Askja 1:
Riders to the Sea e. John Millington Synge. Merkt: Karl Jóh. Guðmundsson, vor og haust 1964. Eintak þýðanda?
Mjaltir e. Jóhannes Steinsson.
Conway-fólkið (Time and the Conways e. J.B.Priestley). Handskrifuð þýðing að 1. þætti.
Ástin er ekki til að hafa að gamni e. Alfred de Musset.
Nafnlaust, óheillt leikhandrit (W. Somerset Maugham?).
Vejen til Lykken, Dramatisk æventyr i 4 billeder e. Gunnar Robert Hansen.
Leirhausinn. Revía í tveimur atrennum.
Askja 2:
Nafnlaust leikhandrit á íslensku.
Brúðan. Harmleikur eftir Sindra.
Sonur útlagans. Leikrit í tveim þáttum e. Aðalbjörn Arngrímsson, frá Hvammi.
Nafnlaust leikhandrit í 10 atriðum, fjallar um siðskiptatímann, aðalpers. Gizur Einarsson. Utan á umslagi stendur “Björn Th. Leikrit”.
Daphne Laureola e. James Bride. Merkt: Karl Jóh. Guðmundsson. Royal Academy of Dramatic Art.
Lilli. Farsakenndur skopleikur í fjórum þáttum eftir 004.
Askja 3:
Stormurinn e. Sigurð Róbertsson (1972).
Hælið. Tvö eintök, vantar síðustu blaðsíður annars þeirra.
Hart í bak e. Jökul Jakobsson. 3. þáttur.
B. Ljósmyndir
Askja 4:
Ljósmyndaalbúm með myndum úr leikritinu Stormurinn í leikstjórn Gísla Halldórssonar hjá Leikfélagi Sauðárkróks (1974). Gjöf frá leikfélaginu.
Ljósmyndaalbúm með leikskrá og myndum úr leikritinu Óvænt heimsókn í leikstjórn Gísla Halldórssonar hjá Leikfélagi Akureyrar (1967–1968). Gjöf frá L.A.
Ljósmyndaalbúm með myndum úr leikritunum Kristnihald undir Jökli og Glerdýrin í leikstjórn Gísla Halldórssonar hjá Leikfélagi Akureyrar (1975–1976). Gjöf frá L.A.
Askja 5:
Ljósmyndaalbúm með myndum úr leikriti. Gjöf frá samstarfsmönnum Gísla Halldórssonar.
Ljósmyndaalbúm með myndum úr leikriti. Gjöf frá U.M.F. Mývetningi.
Ljósmyndir úr leikhúsi. Einnig lá með boðskort.
Askja 6:
Ljósmyndabækur:
Gísli Halldórsson 1977–1983.
Gísli Halldórsson 1983–1990. Fremst liggur bréf og kort frá Baldvin og Halldóru (8. apríl 1998).
Þessar bækur voru gjöf frá Baldvin Tryggvasyni til Theodóru Thoroddsen, ekkju Gísla. Hefur ekki verið gefið formlega samkvæmt því sem kemur fram í heildarskrá Leikminjasafns.
Fyrst birt 16.02.2021