May 18, 2020

Leiklist í Kjós


Þann 19. apríl 2014 var opnuð í Ásgarði í Kjós sýningin Leiklist í Kjós. Þar er fjallað um Loft Guðmundsson rithöfund og alnafna hans Loft Guðmundsson ljósmyndara en báðir voru fæddir í Kjós og komu báðir að leiklist og kvikmyndagerð. Leikstarf Leikklúbbs Kjósverja sem var starfræktur á árunum 1978-1984 er þó þungamiðja sýningarinnar.

Sigþrúður Jóhannesdóttir var formaður klúbbsins sem starfaði af krafti í nokkur ár og frumsýndi nokkur leikrit í Félagsgarði og fór í leikferðir. Við opnun sýningarinnar var Sigþrúður heiðruð fyrir menningarstarf sitt og afhenti Ólafur Oddsson formaður Kjósarstofu henni viðurkenningarskjal. Kolbrún Halldórsdóttir formaður stjórnar Leikminjasafns Íslands flutti ávarp og hvatti Kjósverja til að sinna menningarverðmætum sínum. Guðmundur Davíðsson oddviti Kjósarhrepps opnaði sýninguna og sagði stuttlega frá sinni aðkomu að leikstarfi í Kjós fyrr á árum. Í tilefni af opnuninni var sýnd kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum sem Óskar Gíslason gerði eftir kvikmyndasögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og Þorleifs Þorleifssonar. 

Kjósarhreppur styrkti gerð sýningarinnar en Sögumiðlun sá um gerð hennar. Sýningin var unnin í samstarfi Sögumiðlunar við Sigþrúði Jóhannesdóttur, Kjósarhrepp, Kjósarstofu, Leikminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands.

leiklist_kjos_5_copy

leiklist_kjos_1

leiklist_kjos_3_copy

leiklist_kjos_2_copy

leiklist_kjos_4_copy

Sýningarspjöld      Sýningarskrá

 

leiklist_kjos_4_copy.jpg
Til baka