May 18, 2020

Jól í leikhúsinu


delerium1
"Úti er alltaf að snjóa því komið er að jólunum og kólna fer í Pólunum". Karl Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum í Delerium Bubonis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni.

Tíu ára afmælissýning Leikminjasafns

Leikminjasafn Íslands var stofnað árið 2003 og hélt upp á 10 ára afmælið í samstarfi við Minjasafni Reykjavíkur í húsinu Líkn í Árbæjarsafni þrjá sunnudaga á aðventunni, 8., 15. og 22. desember 2013.

Jólin hafa alltaf verið sérstakur tími í íslensku leikhúsi og þá er jafnan vandað til verka. Leikfélag Reykjavíkur tók snemma upp þann sið að frumsýna viðamestu sýningu leikársins á öðrum degi jóla og sá siður hélst þar til Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950. Að vísu höfðu bæði leikhúsin jólafrumsýningar árið 1951 en Leikfélagið færði sig síðan yfir á annan dag svo ekki yrði slegist um leikhúsgesti yfir hátíðarnar. Þeir gátu því mætt prúðbúnir bæði í gamla Iðnó og hið nýja Þjóðleikhús.

Á sýningunni er einkum fjallað um jólasýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó frá 1920 til 1951. Meðal sýningargripa er líkan af Iðnó í jólabúningi sem Guðrún Sverrisdóttir bjó til ásamt tugum lítilla jólasveina sem allir bera nöfn og einkenni leikaranna í Iðnó.

Sýningin Jól í leikhúsinu var einnig sett upp í Árbæjarsafni á aðventunni 2014 en að þessu sinni í Smiðshúsi.

Mynd: Frá sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Einu sinni á jólanótt eftir Jón Hjartarson

Sýningarspjöld

 

einusinnijolanott.jpg
Til baka