Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Sigurjón Jóhannsson (f. 1939). Einkaskjalasafn. Lbs 2019/63.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn.

  • Safnmark:

    Lbs 2019/63

  • Titill:

    Sigurjón Jóhannsson. Einkaskjalasafn. Lbs 2019/63.

  • Umfang:

    Ein mappa

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Lbs 2019/63. Sigurjón Jóhannsson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sigurjón Jóhannsson (f. 1939), myndlistarmaður.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Sigurjón Jóhannsson (21. maí 1939) fæddist á Siglufirði árið 1939. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959  og lagði síðan stund á arkitektúr og myndlist á Ítalíu. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og Myndlistarskólann við Freyjugötu til ársins 1963 og fór þá til London í námsferð fram á 1964.

    Sigurjón var einn af stofnendum SÚM hópsins. Í gegnum árin hefur hann unnið við margs konar hönnun og á að baki afkastamikinn feril sem leikmyndahöfundur í leikhúsi og kvikmyndum. 

    Heimild:
    „Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður“, Siglo.is, 8. febrúar 2010. Sótt 10. október 2019 á http://www.siglo.is/is/frettir/sigurjon_johannsson_myndlistarmadur.

  • Varðveislusaga:

    Varðveislusaga fram að afhendingu ekki þekkt.

  • Um afhendingu:

    Leikminjasafn Íslands afhenti einkaskjalasafn Sigurjóns Jóhannssonar handritasafni Landsbókasafns Íslands árið 2019. Ekki er vitað hvenær gögnin bárust Leikminjasafni.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur teikningar og plaköt og er í einni möppu.

    A. Teikningar og plaköt

    Mappa 1:
    Tvær teikningar eftir Sigurjón Jóhannsson.
    Plakat f. Atómstöðina (Leikfélag Akureyrar).
    Plakat frá Teatermuseet i Hofteatret í Kaupmannahöfn.

  • Grisjun:

    Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið.

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

  • Tungumál:

    Íslenska og danska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Marín Árnadóttir flokkaði og skráði einkaskjalasafn Sigurjóns Jóhannssonar í júní 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    10. október 2019


Skjalaskrá

 

 


Fyrst birt 03.02.2020

Til baka