Um vefinn

Á þessum vef eru allar helstu upplýsingar um starf og sögu Leikminjasafns Íslands en vefurinn leikminjasafn.is var opnaður 15. janúar 2002. Árið 2005 fékk vefurinn andlitslyftingu og þá var bætt við gagnagrunni um íslenska leiklist með leitarmöguleika. Á árunum 2014-15 var enn gerð breyting á vefnum enda var hann orðinn 12 ára sem telst vera hálfgerð forneskja í vefheimum og því uppfyllir elsta efnið á vefnum ekki alltaf nútímakröfur um upplausn og myndgæði en efni hefur þó verið uppfært ef þess var nokkur kostur.

Á vefnum er að finna margvíslegan fróðleik um íslenska leiklist og sögu hennar, bæði í máli og myndum. Undir liðnum Sagan er t.d. yfirlit yfir íslenska leiklistarsögu frá lokum átjándu aldar til dagsins í dag, auk kafla um helstu leikhúsbyggingar þjóðarinnar og leikhúsmenn. Undir liðnum Sýningar eru upplýsingar og texta- og myndaspjöld frá öllum sýningum sem safnið hefur staðið fyrir.

Sérstök athygli skal vakin á þættinum Grunnur en það er gagnabanki íslenskra leikhúsa og leikhúslistamanna. Í þessum gagnabanka eru ítarlegar upplýsingar um verkefnaskrár helstu leikhúsa, leikfélaga og leikhópa þjóðarinnar í meira en öld. Þá er hægt að fletta upp verkefnaskrám einstakra listamanna og einstökum verkum og hlutverkum.

Leikminjasafn.is - 3. útgáfa

Nýr og endurnýjaður vefur var opnaður 13. maí 2015. Eftirtaldir komu að gerð hans:

Vefhönnun og forritun: Eyjólfur Kristjánsson
Útlitshönnun: Þór Snær Sigurðsson
Ritstjóri Grunns: Magnús Þór Þorbergsson
Vefstjóri: Benóný Ægisson
Aðrir: Kolbrún Halldórsdóttir (umsjón), Kristján Guðjónsson og Steindór Grétar Kristinsson (forritun)

En hvatki es missagt es..

Vefur Leikminjasafnsins er í vinnslu og verður það sjálfsagt lengi enn því mikið af íslenskri leiklistarsögu er enn óskráður. Þó færslur á vefnum og í gagnagrunninum skipti þúsundum vantar enn mikið efni en stefnt er að því að sú upplýsingaveita sem vefurinn er verði í fyllingu tímans eins tæmandi og unnt er. Líklegt er að einhver villur hafi slæðst inn og eru allar upplýsongar um slíkt vel þegnar og það sama á við um viðbótarupplýsingar. Upplýsingum og ábendingum er hægt að koma á framfæri með því að senda vefstjóranum póst.