Merki Leikminjasafnsins

Merki safnsins er vangamynd af Sigurði Guðmundssyni málara (1833-1874) og er myndin sjálfsmynd hans. Hann var einn merkasti frumherji íslenskrar leiklistar á 19. öld og hefur Leikminjasafnið kappkostað að halda minningu hans á lofti. Fyrsta verk þess eftir stofnun þess árið 2003 var að setja upp sýningu um hann í heimabyggð hans í Skagafirði. Sýningin var einnig sett upp í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði síðar sama ár.

Meira um Sigurð Guðmundsson málara