Aðalfundur Leikminjasafns Íslands

Iðnó 29. maí 2017 kl 11:30

Fundargestir: Lárus Vilhjálmsson – Gaflaraleikhúsið / SL, Þórhallur Sigurðsson – Þjóðleikhúsið, Jón Páll Eyjólfsson – Leikfélag Akureyrar, Þorgerður E. Sigurðardóttir – Ríkisútvarpið, Ásgerður G. Gunnarsdóttir – LHÍ, Björn B. Björnsson – SÍK, Margrét Rósa Einarsdóttir – Iðnó, Pétur Örn Friðriksson – SÍM, Virpi Jokinen – Íslenska Óperan, Lilja Árnadóttir – Þjóðminjasafn Íslands, Kolbrún Halldórsdóttir – BÍL, Hrafnhildur Hagalín – Borgarleikhúsið, Árni Kristjánsson, Benóný Ægisson – Félag leikskálda og handritshöfunda, Tinna Grétarsdóttir – Danshöfundafélagið, Sesselja G. Magnúsdóttir – FÍLD, Jakob S. Jónsson, Jón Viðar Jónsson og Ólafur Engilbertsson

 

Gengið til dagskrár venjulegra aðalfundarstarfa samkvæmt útsendu fundarboði. Lárus Vilhjálmsson var valinn fundarstjóri en Benóný Ægisson ritari.

1. Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundargerð var samþykkt án athugasemda.

2.Skýrsla stjórnar

Magnús Þór Þorbergsson formaður flutti skýrslu stjórnar:

 

Umræður um skýrslu stjórnar:

Jón Viðar Jónsson spurði um skráningu gagna Leikminjasafns hjá Landsbókasafninu og lagði áherslu á að mikilvægast væri að skrá handrit.

Ólafur J. Engilbertsson sagði að skráning hjá Landsbókasafni réðist mikið til af því hvernig efnið kæmi upp úr kössunum. Það sem helst væri grisjað væru bækur sem til væru í mörgum eintökum

Magnús Þór Þorbergsson sagði að framlag Landsbókasafns væri vel metið en eftir væri að ganga frá samningi við safnið um framtíðarskráningu.

3. Afgreiðsla reikninga

Reikningar Leikminjasafnsins voru samþykktir (sjá nánar í skýrslu stjórnar)

 

4. Samkomlag við Þjóðminjasafn Íslands um skráningu og varðveislu safneignar

Magnús Þór Þorbergsson kynnti þær hugmyndir sem uppi eru um samkomulag við Þjóðminjasafn. Þar bar hæst að ef Þjóðminjasafn yfirtæki safneign Leikminjasafns yrði hún eign Þjóðminjasafns. Magnús sagði einnig að mikil vinna væri framundan við flokkun og skráningu safneignar.

Ólafur J. Engilbertsson upplýsti að í Landsbókasafni væru sérsöfn og fannst undarlegt ef ekki væri hægt að hafa sama hátt á í Þjóðminjasafni. Ef safneign Leikminjasafns væri haldið sér væri auðveldara að draga hana út ef rekstur Leikminjasafns breyttist til batnaðar.

Magnús Þór Þorbergsson upplýsti að Leikminjasafn myndi greiða laun starfsmanns sem sæi um skráningu og héldi utan um safneign Leikminjasafns.

Sesselja G Magnúsdóttir velti fyrir sér hvernig safneign yrði grisjuð og hver stjórnaði því.

Jón Viðar Jónsson sagði að höfuðatriði væri að það sem væri til yrði vel geymt og að söfnun héldi áfram. Hann fagnaði átaki í skráningarmálum en finnst Leikminjasafn lítið sýnilegt. Spyr hvort Þjóðminjasafn vilji eignast safneign Leikminjasafns.

Lilja Árnadóttir sagði að þetta væri ekki bara spurning um eignarhald heldur einnig um yfirráð og forræði. Tónlistarsafnið og Læknaminjasafnið eru að renna til Þjóðminjasafns um þessar mundir og Þjóðminjasafn treystir sér ekki til að safna leikminjum á sama hátt og Leikminjasafn.

Björn Brynjúlfur Björnsson velti fyrir sér hvaða tækifæri fælust í þessu fyrirkomulagi og hvort Leikminjasafn myndi halda áfram safna og skrá muni og standa fyrir uppákomum.

Ólafur J. Engilbertsson spurði um hvaða hlutverk stjórn Leikminjasafns hefði í þessu fyrirkomulagi, hvernig safneign yrði auðkennd i Þjóðminjasafni og hvort eitthvað samtal væri á milli þessara aðila.

Magnús Þór Þorbergsson sagði að Leikminjasafn yrði ekki með neinar geymslur en gæti verið milliliður og ráðgefandi vegna fagþekkingar.

Jón Viðar Jónsson sagði að mikilvægt væri aðsérstakur starfsmaður héldi utan um safneignina á Landsbókasafni og Þjóðminjasafni, að Leikminjasafn væri sérstök deild sem gerði arfinn sýnilegan. Hann spurði líka hvort stjórnin hefði náð eyrum ráðherra í þessu máli.

Kolbrún Halldórsdóttir sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera að sameina söfn og Leikminjasafn hefði ekki fengið sérstakan stuðning þar. Staða sérfræðings í tónlistarmálum væri tryggð en Tónlistarsafnið færi inn í Landsbókasafn og Þjóðminjasafn. Sama hátt mætti hafa á með Leikminjasafn ef til vill í samvinnu við LHÍ. Hún hvatti til þess að stjórn fengi umboð til að leysa þetta mál og sagði að gagnagrunn Leikminjasafns verði að efla og líklegt sé að stuðningur fáist til þess.

Jakobi Jónssyni fannst umræðan þörf og brýnt sé að varðveita þennan menningararf og sér fyrir sér flott sýningarhúsnæði miðsvæðis með sérstakri áherslu á börn og ekki síður ferðamenn. Finnst sjónarhornið of þröngt í umræðunni, það þurfi að greina og skoða framtíðina.

Steinunn Knútsdóttir sagði umræðuna um sérsöfn af hinu góða. Tók undir orð Jakobs um sýn okkar og benti á að í krísu væru tækifæri. Hlutverk Leikminjasafns væri skrásetning, miðlun og rannsóknir.

Ólafur J. Engilbertsson benti á að það þyrfti að móta söfnunarstefnu fyrir Leikminjasafn því það væri stöðugt framboð af munum og efni.

Helga Maureen Gylfadóttir sagði að það þyrfti að mynda vinnuhóp til að fara í gengum safneignina því hlutir lægju undir skemmdum og það þyrfti að taka á málunum.

Þórhallur Sigurðsson gerði varðveislumál Þjóðleikhúss að umtalsefni en þau væru í góðu horfi að því leyti að mikið af efni væri til, myndir, handrit, nótur, búningar, teikningar, upptökur og ritaðar heimildir en spurningin væri hvar ætti að varðveita þetta.

Lilja sagði að það þyrfti a skilgreina hlutverk Leikminjasafns upp á nýtt. Hvað gerði safnið til dæmis ef því byðust 200 búningar?

Jón Páll sagði LA vera í samvinnu við Minjasafn Akureyrar en komið hafi í ljós á 100 ára afmælinu að gögn lágu undir skemmdum.

5. Starfsáætlun næsta árs

Kolbrún Halldórsdóttir lagði til að fela stjórn að móta tillögur um hvernig staðið yrði að varðveislumálum en að fulltrúaráð yrði kallað saman þegar tillögur væru fullmótaðar eða samkomulag við Þjóðminjasafn lægi fyrir. Var það samþykkt.

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga

Steinunn Knútsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson gengu úr stjórn en Ólafur J. Engilbertsson og Kolbrún Halldórsdóttir voru kjörin í þeirra stað.

 

7. Önnur mál

Undir þessum lið spunnust umræður um framtíð Iðnós og var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Til borgarstjóra og borgarráðs

Leikminjasafn Íslands lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnós eftir að borgaryfirvöld ákváðu að endurnýja  ekki samning við núverandi staðarhaldara. Iðnó er afar viðkvæmt hús sem er ekki sama hvernig gengið er um. Það er einn mesti dýrgripur íslenskrar leiklistar og reykvískrar menningar og mjög brýnt að leiklist og skyldum listum verði sinnt þar áfram eins og verið hefur í hátt í 120 ár. Leikminjasafnið hefur jafnan átt frábært samstarf við Margréti Rósu Einarsdóttur sem hefur rekið húsið af fagmennsku, smekkvísi og metnaði öll þau ár sem hún hefur annast rekstur þess. Leikminjasafnið hvetur borgaryfirvöld til að fylgjast náið með og tryggja að ekki verði gerðar óafturkræfar breytingar á húsinu og að sviðslistir skipi áfram veglegan sess í starfsemi þessa gamla og virðulega leikhúss.


Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs Leikminjasafns Íslands 29. maí 2017.