Aðalfundur Leikminjasafns Íslands
Iðnó 13. maí 2015 kl 16:00

Fundargestir: Ásdís Þórhallsdóttir, Steinunn Knútsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Stefán Baldursson, Þórunn Guðmundsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Virpi Jokinen, Jón Þórisson, Hlín Gunnarsdóttir, Benóný Ægisson, Rebekka A Ingimarsdóttir, Lárus Vilhjálmsson, Ólafur Engilbertsson, Vilborg A Valgarðsdóttir, Jakob S Jónsson, Magnús Þór Þorbergsson og Kolbrún Halldórsdóttir.

Gengið til dagskrár venjulegra aðalfundarstarfa skv. útsendu fundarboði. Fundarstjóri valinn Magnús Þór Þorgbergsson.

1. Fundargerð síðasta aðalfundar
Stjórnarformaður Kolbrún Halldórsdóttir las fundargerð og var hún samþykkt án athugasemda.

2. Skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar lá frammi sem hluti fundargagna og fór Kolbrún Halldórsdóttir yfir efni hennar, opnað var fyrir almennar umræður að loknum lestri hvers kafla skýrslunnar.
Gagnabanki Leikminjasafns Íslands: Magnús Þór kynnti nýja heimasíðu safnsins og sýndi ýmsa möguleika hennar og víddir.

Stefán Baldursson – hrósaði vefnum en tók fram að við stutta yfirferð hefði hann rekist á margar villur, spurði hver væri farvegur leiðréttinga.
Magnús Þór – leiðréttingarferli er í gangi, það er tímafrekt og einungis hægt að sinna af þeim sem hafa yrirgripsmikla þekkingu á efninu og sögunni. Unnið er að því að fjölga þeim sem hafa aðgang að grunninum og geta tekið að sér að gera leiðréttingar í nafni helstu sviðslistastofnana.

Eyjólfur Kristjánsson  – benti á að einnig gætu almennir notendur síðunnar smellt á hlekkinn – hafa samband og komið leiðréttingum á framfæri og þannig létt undir með leiðréttingarvinnunni.
Kolbrún  – lýsti þeirri ósk sinni með vísan í starfsáætlunar 2016 að fulltrúar þeirra stofnana og aðildarfélaga sem fundinn sitja gegni mikilvægu hlutverki við að gera vefinn áreiðanlegri og efnismeiri auk þess sem  fulltrúum sviðslistastofnana verði veittur aðgangur að vefnum til að  nýjum upplýsingum verði bætt inn jafnóðum og sýningar eru frumsýndar.
Eyjólfur – benti á að síðan væri að uppbyggingu nútímaleg og einföld og biði þess vegna uppá að auðvelt væri að halda henni við og hafa hana lifandi. Góður geymslustaður upplýsinga til frambúðar.
Kolbrún – færði Eyjólfi þakkir fyrir hans mikla og flókna starf og tóku fundarmenn undir með lófataki.

Skráning safneignar: KH – las kaflann úr skýrslu stjórnar. Við kaflan voru engar athugasemdir gerðar. Ólafur Engilbertsson tók fram að umrædd þróun væri rökrétt og í réttum farvegi. Kolbrún benti á að gögn safnsins væru nú geymd í óupphitaðri geymslu og þrátt fyrir að til væri lausleg skráning á gögnunum þá væri safneignin nánast algerlega óaðgengileg bæði fræðimönnum og almenningi.

Sýningar starfsársins: KH las kaflann úr skýrslu stjórnar. Engar athugasemdir né spurningar.
Norrænt samstarf: KH las kaflann úr skýrslu stjórnar. Engar athugasemdir né spurningar.
Fjárhagur safnsins: KH las kaflann úr skýrslu stjórnar. Bætti þar við að fyrirhugað væri að koma á fundi með fulltrúum Mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem til stæði að kynna hinn nýja vef og endurhugsað form safnsins til að auka, kynna og viðhalda skilningi á starfsemi safnsins að hálfu stjórnvalda.

Ný safnalög og safnastefna: KH las kaflann úr skýrslu stjórnar. Engar athugasemdir né spurningar.

Starfsáætlun 2016: KH las kaflann úr skýrslu stjórnar. Engar athugasemdir né spurningar.
Engar aðrar athugasemdir fundargesta við skýrslu stjórnar.

3. Afgreiðsla reikninga: Hlín Gunnarsdóttir gjaldkeri fór yfir rekstrar- og efnahagsreikning ársins 2014.

Ólafur Engilbertsson – fyrirspurn vegna kostnaðar við leigu á geymsluhúsnæði, hvort samstarf við Þjóðminjasafn hefði verið kannað. KH svar: Já slíkt samstarf hefur verið kannað. Vilyrði er fyrir því að þegar leyst hefur verið úr geymsluvandamálum Þjóðminjasafns muni opnast grundvöllur sem sjálfsagt sé að skoða m.t.t. þess að Leikminjasafnið fá þar inni að einhverju marki með muni og gripi úr safneigninni.

Spurning um hollvinasamtök.
KH svar: Skv. ítarlegri útekt Árna Kristjánssonar sem gerð var fyrir safnið á grundvelli hollvinasamtaka var niðurstaða stjórnar sú að það kostaði talsverða vinnu að koma slíkum samtökum á legg og annast rekstur þeirra og utanumhald. Því væri ólíklegt að slík samtök skiluðu safninu nokkrum tekjum í ljósi tíma og fjármagns sem færi í að viðhalda þeim.

Ólafur Engilbertsson – spurning um félagsgjöld.
KH svar:  Slík hugmynd hefur ekki verið rædd en það sé vissulega spurning hvort bakland safnsins sé tilbúið til að leggja einhverja styrki af mörkum. Í raun sé mikil vinna framundan allra hlutaðeigandi aðila að leita sameiginlega að fjármagni til áframhaldandi reksturs safnsins.

Ólafur Engilbertsson – spurning um starfsemi fulltrúaráðsins. Var sjálfur kosinn sem fulltrúi RÚV en starfar nú hjá Landsbókasafni.
KH svar: Stjórn þarf að taka til skoðunar starf og skipan fulltrúa í ráðið. Ekki hefur verið gert ráð fyrir að fulltrúaráðið verði stækkað. Einnig hefur eftirfylgni stjórnar með fulltrúaráðinu lítið verið sinnt auk þess sem aðildarfélög hafa sum hver ekki sinnt kosningu eða tilkynningarskyldu til félagsins um kosningu nýrra fulltrúa. Stjórn mun gera bragarbót í þessum efnum og KH hyggst hreinsa upp sem fyrst fulltrúalistann og hnippa í viðeigandi stofnanir.

Fundarstjóri bar upp reikninga til samþykkis. Samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

4. Starfsáætlun næsta árs. Umræður
Jakob Jónsson – saknar úr skýrslu stjórnar að svæðið sem Leikminjasafnið hefur leitað fanga til, takmarkist helst til mikið við Suðvestur-hornið. Mikið af skjölum og munum séu til úti um allt land hjá áhugaleikfélögum.
KH svar: Samstarf við áhugahreyfinguna mögulegt. Eitthvað hefur verið unnið við gagnasöfnun af landsbyggðinni, ljóst er að mikið starf er óunnið á þeim vetvangi.

Vilborg Valgarðsdóttir – Viðraði þá hugmynd hvort mögulega væri hægt að tengja skráningarvef BÍL, sem geymir skráningar leiksýninga áhugahreyfingarinnar frá árinu 1973, við hinn nýja vef Leikminjasafnsins.

5. Stjórnarkjör. Fundarstjóri fór yfir kjörtímabil stjórnarmanna. Ásdís Þórhallsdóttir er sú eina í núverandi stjórn sem situr í sæti sem kjósa skal um á þessum aðalfundi. Fram hefur komið að hún býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Engin mótframboð og Ásdís kosin einróma til áframhaldandi stjórnarsetu. Þórhallur Sigurðsson einróma kosinn sem endurskoðunarmaður reikninga.

6. Önnur mál

Lárus Vilhjálmsson – viðraði hugmynd um nafnbreytingu; ætti safnið að bera nafnið Sviðslistasafn Íslands? Fundarstjóri hvatti fundarmenn til að hugleiða slíka breytingu.

Kolbrún – þakkaði Benóný Ægissyni og Magnúsi Þór Þorbergssyni sitt óeigingjarna og mikla starf og framlag í þágu safnsins, hins nýja vefmiðils og gagnagrunns.

Fundi slitið kl 17:15

Ásdís Þórhallsdóttir, ritari.