Aðalfundur Leikminjasafns Íslands 2013
haldinn í Iðnó, þriðjudaginn 14. maí kl. 16:00

Mættir: Kolbrún Halldórsdóttir, Viðar Eggertsson, Hlín Gunnarsdóttir, Magnús Þór Þorbergsson, Lilja Árnadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Messíana Tómasdóttir, Benóný Ægisson, Lárus Vilhjálmsson, Þórhallur Sigurðsson, Ólafur J. Engilbertsson, Margrét Rósa Einarsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Tryggvi M. Baldvinsson.

Jón  Viðar Jónsson forstöðumaður hafði boðað forföll og bar formaður kveðju hans fundargestum.

Formaður stjórnar, Kolbrún Halldórsdóttir, gekk til dagskrár kl. 16:08

1.      Skýrsla stjórnar

Skýrsla hafði verið send fundargestum fyrir fund og flutti formaður hana fyrir fundargesti.
Formaður tjáði fundargestum þau nýju tíðindi í framhaldi skýrslu að bréf hefði borist frá Safnaráði þess efnis að það veitti Leikminjasafni Íslands eftirfarandi styrki á þessu ári:

a)      Kr. 500 þúsund vegna sýningar í tilefni af 10 ára afmælis safnsins.

b)      Kr. 500 þúsund til að efla gagnagrunn safnsins.

c)      Kr. 700 þúsund (greitt til Norska hússins – Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla) vegna samstarfs safnanna um sýningu á verkum Steinþórs Sigurðssonar leikmyndahöfundar. Sýningin mun verða opnuð þar 1. júní nk.

2.      Ársreikningar
Ársreikningum var dreift til fundarmanna og kynnti formaður þá.
Umræða varð um dagskrárliði 1 og 2.
- Liður 1, Skýrsla stjórnar: Ólafur J. Engilbertsson saknaði tveggja viðburða úr Skýrslu stjórnar: Sýning sem haldin var á Act Alone hátíðinni á Suðureyri í ágúst 2012, sem var upptaktur sýningarinnar um leiklist á Vestfjörðum, sem opnuð var á Ísafirði í janúar 2013, sem og sýningar sem haldin var í desember sl. í Þjóðarbókhlöðunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið um Thorbjörn Egner.
Formaður lofaði að færa inn þessar viðbætur í skýrslu stjórnar. Var hún þar með samþykkt.
- Liður 2, Ársreikningar. Fundarmenn samþykktu þá með lófataki.


3.      Starfsáætlun næsta árs
a) Aðal áhersla verður lögð á stefnumótun fyrir safnið. Formaður og Lilja Árnadóttir munu semja drög að stefnumótun og verður fólk væntanlega kallað til í hópstarf ca hálfan dag í haust vegna stefnumótunar.
b) Náð verði samkomulagi við Þjóðminjasafn um skrifstofuhúsnæði fyrir safnið í kjallara Loftskeytastöðvarinnar.
c) Sýningar. Annars vegar um Steinþór sigurðsson í samstarfi við Norska húsið í Stykkishólmi og hins vegar 10 ára afmælissýning safnsins.
d) Hollvinasamtök. Fá einhvern/einhverja til að vinna í að safna hollvinum og koma Hollvinasamtökum Leikminjasafns Íslands á koppinn. Nýta skýrslu Árna Kristjánssonar við það starf. Skýrsla Árna verður send fulltrúaráði safnsins.


4.      Kosning stjórnar
Einn stjórnarmaður, Viðar Eggertsson, sem verið hefur ritari stjórnar gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Í stað hans var kjörinn Benóný Ægisson sem verið hefur varamaður. Lárus Vilhjálmsson var kjörinn varamaður í stjórn, samhljóða.
Stjórn skiptir með sér verkukm og aðalstjórn skipa frá og með þessum aðalfundi: Ásdís Þórhallsdóttir, Benóný Ægisson, Hlín Gunnarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Lilja Árnadóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Steinunn Knútsdóttir.
Varamenn í stjórn: Lárus Vilhjálmsson og Messíana Tómasdóttir.
Fundarmenn þökkuðu Viðari „góð störf“.
Þórhallur Sigurðsson mun gegna starfi skoðunarmanns reikninga áfram.


5.      Önnur mál
Formaður er að skipuleggja aðalfund norrænu leikminjasafnssamtakanna, NCTD, sem mun verða haldinn á Íslandi 15.júní nk.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:23

Fundargerð ritaði Viðar Eggertsson