Aðalfundur Leikminjasafns Íslands
haldinn 7. júní 2007 í Iðnó

Á fundinum voru stjórn safnsins; Sveinn Einarsson formaður, Ólafur J. Engilbertsson, Björn G. Björnsson, Guðrún Helgadóttir, Ágústa Skúladóttir, Jón Þórisson og Ingibjörg Björnsdóttir auk forstöðumanns safnsins Jóns Viðars Jónssonar. Frá fulltrúaráði voru mætt þau Messíana Tómasdóttir, Hlín Gunnarsdóttir. Pétur Örn Friðriksson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Lilja Árnadóttir, Margrét R. Einarsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Eyþór Árnason, Vilborg Á. Valgarðsdóttir, Pétur Eggerts og Þórhallur Sigurðsson.

Formaður setti fundinn og sagðist ánægður með það að sjá hve vel væri mætt af hálfu fulltrúaráðsins. Síðan var gengið til dagsskrár.

Forstöðumaður las fundargerð sl. aðalfundar. Sigmundur Örn gerði athugasemd varðandi það að hann hefði verið kjörinn félagslegur skoðunarmaður á síðast aðalfundi en ekki verið sýndir reikningar safnsins fyrir þennan aðalfund. Að öðru leyti var fundargerðin samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Formaður hóf mál sitt á því að segja frá því að ekki hafi allt komið til framkvæmda sem boðað hafi verið um á sl. aðalfundi. Þar á meðal hafi ekki verið blásið til ráðstefnu sem til stóð að halda haustið 2006. Tilgangurinn með ráðstefnunni hafi m.a. verið  að auka áhuga sviðslistarfólks og vekja það til umhugsunar um leikminjar og fleiri málefni sem miklu varða þenna hóp manna.  Varðandi starfið á árinu hafi sýningin um Helga Tómasson verið umfangmesta viðfangsefnið. Landsbankinn hafi staðið að mestu undir kostnaðinum, en Guðjón Ingi Hauksson, hálfbróðir Helga, hafi annast uppsetningu með aðstoð fólks frá safninu. Jón Viðar sagði síðan nánar frá sýningunni. Á árinu 2006 voru settar upp þrjár sýningar. Í Þjóðmenningarhúsinu var sýning um Mozartóperur á Íslandi, í anddyri Borgarleikhússins voru nokkrar brúður Jóns E. Guðmundssonar sýndar og sýning var sett upp um hópinn Svart og sykurlaust. Sú sýning var í húsnæði Humars eða frægðar við Laugarveg. Ólafur Engilbertsson minntist á annað sem boðað hafði verið á sl. aðalfundi, þ.e. sýning í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sú sýning yrði að bíða betri tíma.

Síðan fór gjaldkeri, Björn G. Björnsson, yfir reikninga leikminjasafnsins.  Þar kom fram að tekjur urðu nokkuð minni en árið á undan þrátt fyrir að Menntamálaráðuneyti hafi hækkað sitt framlag úr 4.000.000 í 5.000.000 en aftur hafi minna fengist úr Safnasjóði sem munar 500.000.  Um aðra styrki og gjafir hafi ekki verið að ræða.  Tap ársins er 1.152.193.  Ennfremur hefur safnið í umsjón sinni Minningarsjóð um Gunnar R. Bjarnason, þar eru nú inni 81.247 kr. Sjóðurinn hefur ekki verið hreyfður síðan hann kom í vörslu safnsins. Nokkuð var rætt um styrki og starfssamninga og formaður og forstöðumaður  töluðu báðir um að safnið hafi nú þegar sannað sig. Minna mætti á að safnið væri fyrir allt landið og einu sinni hafi verið haldin sýning utan Reykjavíkur (sýningin um Sigurð Guðmundsson) og það hlyti að vera komið að því að opinberir aðilar sjái um að safninu sé borgið fjárhagslega. Skýrsla stjórnar var samþykkt svo og reikningar safnsins.

Næstu skref
Jón Viðar Jónsson sagði frá sambandi við nýja eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar.  Rætt hefur verið um að Leikminjasafnið flytti þangað inn.  Safnið hefur fengið leikbrúður Jóns E. Guðmundssonar til eignar.  Nú stendur til að setja upp sýningu með þeim og einnig með öðrum brúðuleikhúsum, leikbrúðufólki og leikbrúðum í eigu t.d. Latabæjar og Sjónvarpsins. Kostnaðaráætlun er uppá  5-6 milljónir króna. Vitanlega er sýningin háð því að þetta fé fáist. Sýninguna ætti að opna á Menningarnótt 18. ágúst nk. og stefnt er að lifandi brúðuleikhússýningum sem standi yfir meirihluta dagsins.  Húsnæðið sem um ræðir er í norðurenda hússins sem stendur alveg autt núna, það fengist frítt til áramóta en framhald ræðst af fjármögnun sýninga.


Fundarmenn ræddu þetta vítt og breytt og leist vel á  hugmyndina. Lilja Árnadóttir sagði að vekja þyrfti fólk til umhugsunar um forvörslu safngripa og fleiri tóku til máls um þetta efni. Ólafur Egilbertsson sagði frá hugmyndum um verkefni á Akureyri þar sem bæði leikfélagið og leikhúsið fagna afmælum sínum í ár.  Mikið er til af gögnum varðadi afmælisbörnin. Talað hefur verið um sýningu í Amtsbókasafninu.
Merkisspjald verður gert um Þóru Borg líklega nú í haust og sýnt í Iðnó.  Eins og áður hafði komið fram bíður Edinborgarhúsið á Ísafirði um sinn, en rætt var um 110 ára afmæli Iðnós. Að lokum minnti formaður fulltrúaráðsfélaga á að upplýsa félaga sína um það sem er að gerast hjá Leikminjasafninu.

Stjórnarkjör
Sitjandi stjórn gaf kost á sér til endurkjörs að undanskilinni Guðrúnu Helgadóttur. Forstöðumaður stakk uppá Þórhalli Sigurðssyni sem nýjum stjórnarmanni. Var kostning hans samþykkt auk þess sem sitjandi stjórn fékk umboð til áframhaldandi setu. Guðrúnu voru þökkuð góð störf í þágu safnsins.

Önnur mál
Jón Þórisson benti á að ná þyrfti meiri og betri tengslum við áhugamannafélög úti á landi. Leita þyrfti  vel á háaloftum og á hérðasskjalasöfnum. Góðtemplarareglan stóð lengi vel að leiksýningum og kvenfélög ekki síður.  Ennfremur var rætt um Gúttóhúsin sem enn eru til og gegndu hlutverki sem leikhús og töluvert talað um varðveislu efnis frá sjónvarpi og kvikmyndum.  Einng um varðveislu módela leikmyndateiknara. Leggja þarf línur um það hvað beri að varðveita.

Fleira gerðist ekki.  Fundi slitið kl. 18.10

IB ritaði fundargerð.