Um safnið

Tilgangur Leikminjasafns Íslands er að skrá leikminjar, setja upp sýningar á leikminjum og leiklistarsögulegu efni. Safnið mun í því skyni safna, varðveita, skrá, rannsaka og sýna leiklistarsögulegar minjar og hvers konar gögn um leikhefðir og starf leikhúsa, leikhópa og leikfélaga, atvinnumanna jafnt og áhugamanna. Leikminjasafn Íslands sinnir ennfremur rannsóknum á leiklist og leiklistarsögu, útgáfu og fræðslustarfi fyrir almenning, skólanemendur og menntastofnanir.

Til leikminja teljast m.a. handrit, teikningar, ljósmyndir, prentuð gögn, líkön, leikbúningar og leikmunir, tæknibúnaður, leikmyndir, ljósmyndir, hljóð- og myndupptökur, jafnt úr leikhúsum, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum, er tengjast leiklistarstarfsemi. Til leiklistarstarfsemi teljast m.a. leikrit, óperur, óperettur, söngleikir, ballett, brúðuleikir, revíur og skemmtiefni, svo og allar listgreinar sem tengjast flutningi leikins efnis.

Póstfang
Pósthólfið er P.O.Box 249
172 Seltjarnarnes

Formaður
Kolbrún Halldórsdóttir
Tel. +354 862 4808
kolbrun.halldors@gmail.com

Leikminjasafn Íslands er rekið fyrir styrki frá ríkisstjórn Íslands, Alþingi og menntamálaráðuneyti, auk þess sem fjölmargir einkaaðilar hafa stutt rekstur þess jafnt sem einstök verkefni.

Stjórn

Fulltrúaráð Leikminjasafnsins kýs sjö manna stjórn Leikminjasafns Íslands

Fundargerðir og skýrslur

Fundargerðir og ársskýrslur Aðalfundargerðir og ársskýrslur Leikminjasafns Íslands

Málþing og ráðstefnur

Um framlag Ríkisútvarpsins til íslenskrar leiklistar, íslenska leikmyndagerð og íslenska leiklistarfræði

Stofnskrá

Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Leikminjasafn Íslands

Um sögu safnsins

Ágrip af sögu safnsins, fyrsti forstöðumaður og verndari þess

Merki safnsins

Merki safnsins er vangamynd af Sigurði Guðmundssyni málara en hann var einn merkasti frumherji íslenskrar leiklistar

Tenglar

Íslenskir og erlendir tenglar á vefi safna og leiklistarstofnanna

Um vefinn

Á leikminjasafn.is eru upplýsingar um starf Leikminjasafns Íslands og fróðleikur um íslenska leiklist og sögu hennar