Thorbjörn Egner

Um sýninguna

Miðvikudaginn 12. desember 2012 opnaði sýningin Thorbjörn Egner í 100 ár í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Thorbjørns Egner leikrita- og söngvaskálds, teiknara, leikmynda- og búningahönnuðar.

Við opnunina fluttu Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður og dr. Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur ávörp og Lilli klifurmús heiðraði samkomuna með nærveru sinni.

Sýningin, sem Ólafur J. Engilbertsson hannaði, er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Þjóðleikhússins, Leikminjasafns Íslands, Nasjonalbiblioteket í Osló og sendráðs Noregs á Íslandi.

Meðfylgjandi myndir frá opnuninni tók Helgi Bragason ljósmyndari Landsbókasafns.

Myndir frá sýningunni