Safnafaðir Reykvíkinga

Lárus Sigurbjörnsson

Lárus Sigurbjörnsson

Um sýninguna

Samstarf fjögurra safna

Þegar aldarafmæli Lárusar Sigurbjörnssonar nálgaðist var ljóst að margir þyrftu að leggja hönd á plóg ef minnast ætti ævistarfs þessa fjölhæfa og mikilvirka brautryðjanda sem skyldi. Lárus var stofnandi og fyrsti forstöðumaður Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur, síðar Árbæjarsafns. Í Landsbókasafni er geymt mikið safn handrita og ýmissa gagna frá honum og Leikminjasafn Íslands, sem stofnað var nú í vor, starfar á því sviði sem Lárusi var löngum hugleiknast. Varð því að ráði að þessi fjögur söfn tækju höndum saman um að minnast afmælisins í samvinnu við fjölskyldu Lárusar.

Í undirbúnings- og ritnefnd voru Gerður Róbertsdóttir frá Árbæjarsafni, Njörður Sigurðsson frá Borgarskjalasafni, Emilía Sigmarsdóttir frá Landsbókasafni og frá Leikminjasafni Íslands Jón Viðar Jónsson og Jón Þórisson. Náið samráð var við börn Lárusar og tóku þau virkan þátt í undirbúningnum.

Ákveðið var að efna til dagskrár í Iðnó á afmælisdaginn, 22. maí. Umsjón með afmælisdagskrá hefur Sveinn Einarsson. Sama dag opna sýningar um Lárus Sigurbjörnsson í Borgarskjalasafni og Landsbókasafni. Árbæjarsafn opnar sýningu um Lárus 1. júní, þegar sumarstarf safnsins hefst.

Gefin er út sýningarskrá þar sem Lárusar er minnst af þeim sem kynntust honum, unnu með honum og fetuðu í fótspor hans. Hönnun sýningarskrár og kynningarefnis: Björn G. Björnsson. Prófarkalestur Eiríkur Þórmóðsson. Umbrot sýningarskrár: BH-miðlun. Prentun: Litróf.

Ljósmyndir eru frá Minjasafni Reykjavíkur, Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Ljómyndasafni Reykjavíkur, Landsbókasafni og fjölskyldu Lárusar Sigurbjörnssonar. Ljósmyndir af málverkum: Jóhannes Long.

Hönnun sýningarspjalda: Ólafur J. Engilbertsson, prentun: Merking ehf.

Reykjavíkurborg studdi verkefnið fjárhagslega og börn Lárusar kostuðu sýningarskrá.

Lárus Sigurbjörnsson