Laxness og leiklistin

Tinna Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson í Íslandsklukkunni (Þjóðleikhúsið 1985)

Verk Halldórs Laxness á leiksviði, í sjónvarpi,
kvikmynd og útvarpsleikhúsi

Atómstöðin skáldsaga (1948)
1972 Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð: Sveinn Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjórn: Þorsteinn Gunnarsson. Frums. 14.3.
1973 Ríkisútvarpið. Leikrit Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Flutt 26.7.
1975 Leikfélag Menntaskólans á Akureyri. Leikstjórn: Kristín Ólafsdóttir. Frums. 10.4.
1976 Leikfélag Skagfirðinga. Leikstjórn: Magnús Jónsson. Frums. 10.2.
1976 Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hveragerðis. Leikstjórn: Steinunn Jóhannesdóttir. Frums. 16.3.
1981 Skagaleikflokkurinn. Leikstjórn: Gunnar Gunnarsson. Frums. 4.4.
1982 Leikfélag Akureyrar. Leikgerð og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Frums. 7.10., gestasýning í Þjóðleikhúsinu 23.11.
1984 Kvikmynd framleidd af kvikmyndafélaginu Óðni. Handrit: Þorsteinn Jónsson, Þórhallur Sigurðsson og Örnólfur Árnason. Leikstjórn: Þorsteinn Jónsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Frums. 3.3.
1987 En liten ö i havet. Dramaten í Stokkhólmi. Leikgerð og leikstjórn: Hans Alfredson. Frums. 31.1., sýnd á Íslandi 23., 24. og 25.4.
1994 Leikfélag Blönduóss. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Frums. 19.11.
Brekkukotsannáll skáldsaga (1957)
1973 Sjónvarpsmynd í tveimur hlutum framleidd af Norður-þýska sjónvarpinu í samvinnu við sjónvarpsstöðvar Norðurlanda. Handrit og leikstjórn: Rolf Hädrich, textaleikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Sýnd 11.2. og 18.2. í Sjónvarpinu Síðar sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og víðar.
Dúfnaveislan leikrit (1966)
1966 Leikfélag Reykjavíkur. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Frums. 29.4.
1968 Leikfélag Akureyrar. Leikstjórn: Ragnhildur Steingrímsdóttir. Frums. 25.10.
1969 Leikfélag Neskaupstaðar. Leikstjórn: Ragnhildur Steingrímsdóttir. Frums. 29.3.
1970 Árósaleikhúsið í Björgvin. Frums. 17.10.
1970 Århus teater í Danmörku. Leikstjórn: Asger Bonfils. Frums. 21.10.
1971 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Flutt 17.6.
1981 Leikklúbbur Laxdæla. Leikstjórn: Ragnhildur Steingrímsdóttir.
1984 Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms. Leikstjórn: Kári Halldór. Frums. 3.3., gestasýning á Listahátíð 6. og 7.6.
1991 Leikfélag Reykjavíkur. Leikstjórn: Halldór E. Laxness. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Frums. 20.9.
1995 Watermansleikhúsið í London. Leikstjórn: Dawn Lintern.
Heimsljós skáldsaga (1937-1939)
1955 Ljósvíkíngurinn. Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen? Flutt 10.12.
1962 Höll sumarlandsins. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen. Flutt 23.4, endurflutt 25.6. 1966.
1972 Hús skáldsins. Ríkisútvarpið. Leikgerð: Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Flutt 23.4.
1981 Hús skáldsins. Þjóðleikhúsið. Leikgerð: Sveinn Einarsson. Leikstjórn: Eyvindur Erlendsson. Frums. 26.12.
1989 Ljós heimsins. Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Frums. 24.10.
1989 Höll sumarlandsins. Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Frums. 26.10.
Innansveitarkronika skáldsaga (1970)
1992 Leikfélag Mosfellssveitar. Handrit og leikgerð: Jón Sævar Baldvinsson, Hörður Torfason og Birgir Sigurðsson. Leikstjórn: Hörður Torfason. Frums. 29.10.
Íslandsklukkan skáldsaga (1943-1946)
1950 Þjóðleikhúsið. Leikgerð höfundar og Lárusar Pálssonar, Snæfríður Íslandssól, sýnd undir heitinu Íslandsklukkan. Leikstjórn: Lárus Pálsson. Leikmynd: Lárus Ingólfsson. Frums. 22.4. Sýnt í tilefni fimmtugsafmælis skáldsins 23.4. 1952. Hátíðarsýning í tilefni Nóbelsverðlaunanna 17.2. 1956.
1952 1. þáttur. Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Lárus Pálsson. Flutt 22.4.
1955 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen? Flutt 10.12.
1960 Leikfélag Akureyrar. Leikstjórn: Ragnhildur Steingrímsdóttir. Frums. 9.4.
1962 Leikfélag Akraness. Leikstjórn: Ragnhildur Steingrímsdóttir. Frums. 1.3.
1968 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Frums. 31.1.
1970 Ríkisútvarpið. Hljóðritun sem gerð var árið 1957 og er samhljóða flutningi leikritsins í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórn: Lárus Pálsson. Flutt 23. og 30.4.
1974 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Lárus Pálsson. Flutt 1.8.
1976 Leikfélag Sauðárkróks. Leikstjórn: Gísli Halldórsson. Frums. 21.10.
1979 Ungmennafélag Biskupstungna. Leikstjórn: Sunna Borg. Frums. 30.3.
1980 Nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands. Leikgerð og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Frums. 20.10.
1985 Þjóðleikhúsið. Leikgerð og leikstjórn: Sveinn Einarsson. Frums. 25.4.
1992 Leikfélag Akureyrar. Leikgerð og leikstjórn: Sunna Borg. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Frums. 27.3.
1995 Leikfélag Selfoss. Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir. Frums. 18.3.
1996 Hið ljósa man. Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Messíana Tómasdóttir. Frums. 9.3.
2000 Leikdeild ungmennafélagsins Dagrenningar. Leikstjórn: Halla Margrét Jóhannesdóttir. Frums. 11.3.
Jón í Brauðhúsum smásaga (Sjöstafakverið, 1964)
1969 Sjónvarpsmynd. Leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Sýnd 23.11.
1992 Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Flutt 19.4.
Kristnihald undir Jökli skáldsaga (1968)
1970 Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð og leikstjórn: Sveinn Einarsson. Frums. 20.6., endurfrums. 12.9.
1974 Tröndelag Teater í Þrándheimi. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Frums. 18.10.
1975 Leikfélag Akureyrar. Leikgerð: Sveinn Einarsson. Leikstjórn: Sveinn Einarsson og Eyvindur Erlendsson. Frums. 14.11.
1978 Þættir. Leikfélag A-Eyfellinga. Leikstjórn Margrét Tryggvadóttir.
1982 Leikfélag Blönduóss. Leikstjórn: Svanhildur Jóhannesdóttir.
1982 Vestur-þýska útvarpið (NDR og WDR). Flutt 20.5.
1985 Leikhópur Mána. Leikstjórn: Ingunn Jensdóttir.
1987 Leikfélag Ólafsvíkur. Leikgerð: Sveinn Einarsson. Leikstjórn: Auður Jónsdóttir. Frums. 21.11.
1989 Kvikmynd framleidd af kvikmyndafélaginu Umba í samstarfi við Magma-Film og SDR-sjónvarpsstöðina í Þýskalandi. Handrit: Gerald Wilson. Leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir. Frums. 25.2.
1991 Leiklestur á Kirkjulistahátíð. Hallgrímur Helgi Helgason tók efnið saman. Frumflutt 21.5.
1997 Fínn miðill. Leikgerð og leikstjórn: Sveinn Einarsson. Flutt 25.12. á útvarpstöðinni Klassík FM.
2001 Leiklestur á Listahátíðinni í Akershuskastala í Osló. Leikgerð og leikstjórn: Sveinn Einarsson. Frums. 13.6.
2001 Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð: Sveinn Einarsson. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson. Frums. 28.9.
Lilja smásaga (Fótatak manna, 1933)
1978 Stuttmynd framleidd af Íslensku leikritamiðstöðinni. Handrit: Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson. Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson. Frums. 13.2.
Paradísarheimt skáldsaga (1960)
1963 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Lárus Pálsson. Flutt 14.9., endurflutt 18.3. 1967 og 29.5. 1975.
1980 Sjónvarpsmynd í þremur hlutum framleidd fyrir Norður-þýska sjónvarpið, í samvinnu við sjónvarpsstöðvar Norðurlanda og svissneska sjónvarpsstöð. Handrit og leikstjórn: Rolf Hädrich, aðstoðarleikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Frums. 6.12., sýnd í Sjónvarpinu 25. og 28.12. og 1.1. 1981.
Prjónastofan Sólin leikrit (1962)
1966 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Leikmynd: Gunnar R. Bjarnason. Frums. 20.4.
1983 Herranótt M.R. Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Frums. 24.1.
1992 Þjóðleikhúsið. Sviðsettur leiklestur. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Frums. 24.4.
Rhodymenia Palmata ljóðabálkur (Kvæðakver, 1930)
1992 Frú Emilía. Kammerópera eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. Frums. 12.5. Sýningar í Reykjavík, í Harstad í Noregi, í Kaupmannahöfn og Lissabon á árunum 1992-1998.
Salka Valka skáldsaga (1931-32)
1947 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen. Flutt 1.5.
1954 Kvikmynd framleidd af sænska kvikmyndafyrirtækinu Nordisk Tonefilm í samvinnu við Edda-Film á Íslandi. Leikstjórn: Arne Mattsson. Frums. 4.12.
1955 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen? Flutt 10.12.?
1966 Annar heimur. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen. Flutt 12.3., endurflutt 1.5. 1972.
1977 Ballett eftir Marjo Kuusela með tónlist eftir Kari Rydman, fluttur af finnska dansflokknum Raatikko. Frums. í Helsingfors 22.9., sýndur í Þjóðleikhúsinu 6.12.
1981 Áhugaleikhús í Norður-Finnlandi og borgarleikhúsið í Kajana í Finnlandi. Leikgerð: Aila Lavaste. Leikstjórn: Inkeri Rosilo. Frums. 7.2.
1982 Leikfélag Reykjavíkur. Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Frums. í Reykjavík 28.1. og sýnt á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Théâtre des Nations (“Leikhús þjóðanna") í Sofíu í Búlgaríu 29. og 30.6.
1984 Leikfélag Húsavíkur. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir. Frums. 2.4.
1988 Hjalmar Bergman-leikhúsið (Länsteatern) í Örebro. Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Frums. 16.9.
1990 Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Frums. 10.4.
1990 Det Norske Teatret í Osló. Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Frums. 9.11.
1992 Herranótt M.R. Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir. Frums. 8.3.
1992 Klaksvíkar Sjónleikarfelag í Færeyjum. Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Frums. 28.11.
1995 Draumasmiðjan. Leiklestur. Frums. 1.7.
1997 Leikfélag Hveragerðis. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Frums. 11.3.
1997 Tampereen Työväen Teatteri í Tampere. Leikgerð og leikstjórn: Sirkku Peltola. Frums. 23.4.
1999 Salka ástarsaga. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör og Annað svið. Leikgerð: Hilmar Jónsson og Finnur Arnar Arnarsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnnur Arnar Arnarsson. Frums. 22.10. Sýnd á Leiklistardögum Ríkisleikhússins í Stokkhólmi sem haldnir voru 11.-15.5. 2000.
Silfurtúnglið leikrit (1954)
1954 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Lárus Pálsson, tónlist: Jón Nordal. Leikmynd: Lárus Ingólfsson. Frums. 9.10.
1955 Malyleikhúsið í Moskvu. Leikstjórn: Pavel Markoff. Frums. 8.5.
1956 Þjóðleikhúsið í Helsingfors (Suomen Kansallisteatteri). Leikstjórn: Ella Eronen. Frums. 11.1.
1975 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir og Sveinn Einarsson. Frums. 24.4.
1977 Leikklúbbur Laxdæla. Leikstjórn: Magnús Jónsson. Frums. 22.4.
1978 Leikrit í sjónvarpsgerð og leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Sýnt 26.12.
1986 Leikfélag Akureyrar. Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson. Frums. 24.1.
1988 Listaklúbbur Fjölbrautaskóla Vesturlands. Leikstjórn: Stefán Sturla Sigurjónsson. Frums. 11.3.
1994 Unglingadeild Leikfélags Kópavogs. Leikgerð og leikstjórn: Stefán Sturla Sigurjónsson. Frums. 29.10.
1995 Leikfélag Menntaskólans á Akureyri. Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir. Frums. 4.4.
Sjálfstætt fólk skáldsaga (1934-35)
1948 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen. Flutt 1.5.
1955 Þættir. Ríkisútvarpið. Leikgerð og leikstjórn: Þorsteinn Ö. Stephensen? Flutt 10.12.
1972 Þjóðleikhúsið. Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Leikmynd: Snorri Sveinn Friðriksson. Frums. 23.4.
1979 Leikfélag Akureyrar. Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Frums. 23.3.
1996 Leiklistardeild ungmennafélagsins Dagrenningar. Leikgerð: Hjalti Rögnvaldsson, Gísli Einarsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Frums. 1.12.
1999 Bjartur-Landnámsmaður Íslands og Ásta Sóllilja-Lífsblómið. Þjóðleikhúsið. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Frums. 21.3. Sýnt á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover.
2000 New Perspectives Theatre í Mansfield á Englandi. Leikgerð og leikstjórn: Charles Way. Frums. 23.3., sýnt á Íslandi 18., 19., 20. og 21.5.
Straumrof leikrit (1934)
1934 Leikfélag Reykjavíkur. Leikstjórn og leikmynd: Gunnar Hansen. Frums. 29.11.
1971 Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Flutt 25.11.
1977 Leikfélag Reykjavíkur. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Frums. 16.3.
1992 Þjóðleikhúsið. Sviðsettur leiklestur. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Frums. 23.4 og útvarpað beint í Ríkisútvarpinu.
Strompleikurinn leikrit (1961)
1961 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Gunnar Eyjólfsson. Leikmynd: Gunnar R. Bjarnason. Frums. 11.10.
1972 Leikfélag Akureyrar. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir. Leikmynd: Ivan Török. Frums. 13.5.
1974 Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Flutt 21.11.
1979 Menntaskólinn í Kópavogi. Leikstjórn: Sólveig Halldórsdóttir. Frums. 17.3.
1990 Leikfélag Verslunarskóla Íslands. Leikstjórn: Ingunn Ásdísardóttir. Frums. 6.11.
1992 Þjóðleikhúsið. Sviðsettur leiklestur. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. Frums. 24.4.
1993 Leikfélag Dalvíkur. Leikstjórn: Þráinn Karlsson. Frums. 1.4.
2002 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir. Frums. 5.4.
Úngfrúin góða og húsið smásaga (Fótatak manna, 1933)
1999 Kvikmynd framleidd af kvikmyndafélaginu Umba, íslenska kvikmyndafyrirtækinu Pegasus Productions, Nordisk Filmproduction og GötaFilm. Handrit og leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir. Búningar: Vytautas Narbutas. Frums. 24.9.
Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar leikgerð (tónlist eftir Pál Ísólfsson) (1945)
1945 Félag íslenskra leikara í Trípólíleikhúsinu í tilefni af hundrað ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar 26.5. Leikstjórn: Lárus Pálsson.
1957 Ríkisútvarpið. Leikstjórn: Lárus Pálsson. Flutt 16.11., endurflutt 22.4.
1990 Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Guðrún Þ. Stephensen. Frums. 16.6., endurfrums. 28.12.
Vefarinn mikli frá Kasmír skáldsaga (1927)
1997 Leikfélag Akureyrar. Leikgerð: Halldór E. Laxness og Trausti Ólafsson. Leikstjórn: Halldór E. Laxness. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Frums. 11.4.
Veiðitúr í óbygðum smásaga (Sjöstafakverið, 1964)
1975 Sjónvarpsmynd. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Sýnd 26.10.
1992

Þjóðleikhúsið. Sviðsettur leiklestur. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. Frums. 25.4.

Fluttar hafa verið ýmsar leiknar dagskrár til heiðurs Halldóri Laxness í atvinnuleikhúsum á Íslandi í gegnum tíðina. Má þar nefna að á 75 ára afmæli skáldsins árið 1977 var flutt í Þjóðleikhúsinu dagskráin Mannabörn eru merkileg í umsjón Bríetar Héðinsdóttur. Í tilefni af 85 ára afmælinu 23. apríl 1987 efndi menntamálaráðherra til afmælishátíðar í Þjóðleikhúsinu og sá Sveinn Einarsson um undirbúning hennar. Árið 1992, á níræðisafmæli Halldórs, var haldin þriggja daga Laxnessveisla í Þjóðleikhúsinu þar sem fluttir voru sviðsettir leiklestrar á Straumrofi, Strompleiknum, Prjónastofunni Sólinni og Veiðitúr í óbygðum, auk veglegrar ljóða-, leik- og söngdagskrár á Stóra sviðinu. Flutt var dagskrá í Iðnó árið 1998 sem samanstóð af brotum úr skáldverkum Halldórs Laxness og nefnd var eftir kvæði skáldsins, Únglíngnum í skóginum. Illugi Jökulsson tók saman ásamt Viðari Eggertssyni, sem jafnframt leikstýrði.

Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Þjóðleikhússins árið 2000 voru settar saman dagskrár með brotum úr verkum nokkurra helstu leikskálda Íslendinga, þ.á.m. Halldórs Laxness. Umsjón með henni höfðu Sveinn Einarsson og Björn Gunnlaugsson.

Mörg áhugaleikfélög víða um land hafa einnig flutt leiknar dagskrár upp úr verkum Halldórs Laxness: t.d. Leikfélag Seyðisfjarðar: Kiljans-kvöld (1965-1966); Leikfélag Hornafjarðar: Halldór Laxness - dagskrá (1978-1979); Leikflokkurinn Hvammstanga: Bókmenntakynning (1983-1984); Ungmennafélag Stafholtstungna: Laxness-kvöld (1990-1991); Leikfélag Hveragerðis: Hvert örstutt spor (1990-1991); Leikfélag Mosfellssveitar: Afmælisdagskrá (1991-1992); Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Dagskrá úr verkum Halldórs Laxness (1991-1992); Ungmennafélagið Ármann: Stiklað á stóru (1991-1992); Snúður og Snælda: Bókmenntakynning (1993-1994); Leikflokkurinn Hvammstanga: Laxness-dagskrá (1997-1998).

Skrá tekin saman af Jökli Sævarssyni