Laxness og leiklistin

Kristnihald undir Jökli

Leikfélag Reykjavíkur 1970: Þrjár "hnallþórur" gerðar úr frauðplasti og gipsi. Skrautrjómanum, sem er úr gipsi, var sprautað á kökuna af Þóri Konráðssyni, bakarameistara.

Leikfélag Reykjavíkur 1970: Lax úr frauðplasti. Prímus, kistill og aðrir leikmunir eftir Þorleik Karlsson, Steinþór Sigurðsson og Jón Þórisson.

Kvikmynd 1989: Skjalataska úr leðri. Var lengi í eign Halldórs Laxness og var innan fjölskyldunnar gjarnan nefnd "Nóbelstaskan" e.t.v. sökum þess hversu vegleg hún var. Í kvikmyndinni notaði Umbi hana undir sín gögn. Hún er þannig dæmi um persónulegan mun sem er orðinn leiklistarsögulegur merkisgripur. Útvarpstæki úr myndinni sem Jódínus var með.

Leikfélag Reykjavíkur 2001: Tvær "hnallþórur" úr frauðplasti, önnur kynslóð. Höf. Þorleikur Karlsson. Höf. leikmyndar: Árni Páll Jóhannsson.