Laxness og leiklistin

Dúfnaveislan

Leikfélag Reykjavíkur 1966 og 1991: Pressaraborð, strokjárn, greiða, spýtubakki og peningar teiknaðir af Jóni Þórissyni. Þegar borðið var notað aftur í sýningu L.R. árið 1991 þurfti að hækka það vegna hæðarmunar á Þorsteini Ö. Stephensen og Þorsteini Gunnarssyni. Var það gert með því að hækka fæturna um sem svarar 7 cm. Þetta er gert svo snyrtilega að varla hattar fyrir skilum.

Leikfélag Reykjavíkur 1966: Vatnslitamynd af sviðsmynd á Grandhóteli eftir Steinþór Sigurðsson, höfund leikmyndar í sýningunni.

Leikfélag Reykjavíkur 1966: Gripur tengdur sýningunni. Silfurlampinn sem Þorsteinn Ö. Stephensen fékk fyrir leik sinn í sýningunni. Einkaeign: Stefán Þ. Stephensen.