Frumherji og fjöllistamaður

Um sýninguna

Sýningin Frumherji og fjöllistamaður, Sigurður Guðmundsson 1833-2003 var opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki 27. apríl 2003. Sýningin var sett upp aftur í Gúttó í Hafnarfirði 15. nóvember 2003 og hluti hennar var settur upp í Höfuðborgarstofu 13. febrúar 2009

Textagerð og ritstjórn: Jón Viðar Jónsson
Hönnun sýningarspjalda: Ólafur J. Engilbertsson
Hönnun sýningar og sýningarskrár: Björn G. Björnsson, Jón Þórisson og Ólafur J. Engilbertsson
Hönnun tableaux sýningar: Jón Þórisson
Umbrot sýningarskrár: BH-miðlun
Prentun: Litróf

Sérstakar þakkir fá Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafni Skagfirðinga, Unnar Ingvarsson, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og Lilja Árnadóttir, Þjóðminjasafni Íslands, Gísli Árnason og Jón Ormar Ormsson á Sauðárkróki og Þorgeir Þorgeirson rithöfundur.

Myndefni er að mestu leyti úr fórum Sigurðar málara í Þjóðminjasafni Íslands. Myndadeild Þjóðminjasafnsins fær þakkir fyrir veitta aðstoð. Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands lánuðu kvenbúninga, Sviðsmyndir ehf lánuðu sýningarskápa, Þjóðskjalasafn Íslands lánaði tvær sýningargínur. Kjarvalsstofa lánaði ljósabúnað, um lýsingu sá Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

Alþingi, Menningarborgarsjóður og Menntamálaráðuneyti veittu styrki til verkefnisins.