Íslenskir einleikir

Sýning í félagsheimilinu Gíslastöðum í Haukadal 2009

Gömlu leikhúsin

Félagsheimilið Gíslastöðum í Haukadal. Á tröppunum eru húsráðendurnir Marsibil og Elfar Logi en á milli þeirra stendur Jón Viðar forstöðumaður Leikminjasafnsins

Föstudaginn 3. júlí 2009 var opnuð Einstök sýning í félagsheimilinu Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði. Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir í Kómedíuleikhúsinu stóðu þar fyrir sýningu á málverkum einfaranna Guðmundu Jónsdóttur og Gunnars Guðmundssonar auk þess sem saga einleikjalistarinnar hér á landi var rakin í myndum og máli í samstarfi við Leikminjasafn Íslands. Sögumiðlun sá um hönnun sýningarspjaldanna og var sýningin í Haukadal opin til 19. júlí en einleikjaþátturinn var settur upp aftur á einleikjahátíðinni Act Alone á Ísafirði í ágúst.

Einleikurinn er ekki nýtt fyrirbæri í sögunni. Farandleikarar, sagnamenn og söngmenn hafa verið uppi á öllum tímum. Það átti líka við um gamla, íslenska sveitaþjóðfélagið. Á 19. öld var þessi „einleikur“ í miklum blóma hér á landi, því að þá var enn algengt að menn flökkuðu um landið og borguðu fyrir gistingu og beina með því að skemmta heimamönnum. Skálarnir og síðar baðstofurnar voru helsti vettvangur þessarar leiklistar – því að það er sannarlega leikur og list að segja sögur og flytja kveðskap með jafn leikrænum hætti og þetta fólk gerði.

Sem sjálfstætt listform á einleikurinn rætur að rekja til 18. aldar. Það er þó fyrst á tuttugustu öld sem hann nær verulegum blóma, enda sýndu ýmsir af fremstu leikritahöfundum aldarinnar honum mikinn áhuga. Segja má að sænska skáldið August Strindberg hafi þar vísað veginn með leikjum sínum sem endurspegla innra líf einnar persónu og í framhaldi af því Nicolaj Evreinoff sem fyrr er nefnd ur. Þá hafa Bertolt Brecht, Samuel Beckett, Jean Cocteau, Franz Xaver Kroetz og fjölmörg önnur skáld samið ágæta einleiki sem hafa sumir verið fluttir hér á landi. „Uppi-standið“, sem notið hefur mikilla vinsælda á undanförn um árum, er auðvitað afbrigði af einleiknum. Þó er þar oftast meira leikið af fingrum fram og áhorfendur fremur hvattir til þátttöku í því sem fram fer en tíðkast í hefðbundnara texta-leikhúsi.

Af íslenskum leikskáldum sem hafa spreytt sig á einleiksforminu má nefn a Odd Björnsson, Jökul Jakobsson og Þorvald Þorsteinsson. Þá hafa ýmsir íslenskir leikarar samið og sviðsett einleiki sem orðið hafa vinsælir.

Um sýninguna

Íslenskir einleikir

Sýning

Íslenskir einleikir - Sýningarspjöld