Sýningar

Leikminjasafnið stendur fyrir reglulegum sýningum á ýmsum stöðum, í leikhúsum, söfnum og öðrum menningarstofnunum. Hér að neðan eru upplýsingar um þær sýningar sem hafa verið haldnar til þessa.

Leiklist í Kjós

Sýning um Loft Guðmundsson rithöfund og Loft Guðmundsson ljósmyndara, sem báðir voru úr Kjósinni og leikstarf Leikklúbbs Kjósverja

Jól í leikhúsinu

Leikminjasafn Íslands var stofnað árið 2003 og hélt upp á 10 ára afmælið í húsinu Líkn í Árbæjarsafni á aðventunni 2013

Vestfirsk leiklist

Leikið var víða á Vestfjörðum allt frá því um miðja 19. öld svo vitað sé og mörg leikfélög voru starfrækt í kringum aldamótin 1900

Thorbjörn Egner

Thorbjörn Egne var norskt leikskáld sem samdi vísur og lög og hannaði búninga og leiktjöld fyrir eigin leikrit.

Steinþór Sigurðsson

Fáir leikmyndateiknarar hafa markað jafn djúp spor í sögu LR og Steinþór enda var sýning um hann, Sviðsmyndir og sjónhverfingar sett upp í Iðnó

Leiklist í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði hefur verið leikið í meira en 130 ár. Þar hafa bæði starfað áhugaleikfélög og atvinnuleikhús, og ýmsir þjóðkunnir leikarar koma þaðan

Einleikir

Sýning um sögu einleikjalistarinnar í félagsheimilinu Gíslastöðum í Haukadal 2009 í samvinnu við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði

Leiklistin og hafið

Í einu fyrsta leikriti sem Íslendingur samdi bjargast menn úr sjávarháska og fjöldi íslenskra sjónleikja sækir efni sitt í sambúðina við hafið

Vagga leiklistar

Íslensk leiklist á upphaf sitt í Kvosinni í Reykjavík. Þar voru fyrstu leiksýningarnar , fyrstu íslensku leikritin sýnd og þar risu fyrstu leikhúsin

Leiklist á Akureyri

Fyrsta leiksýning á Akureyri var 1860, Intrigerne eftir Hostrup. Að henni stóð danskur kaupmaður, Bernard Steincke, og var leikið á dönsku

Brúðulistahátíð

Leikminjasafnið stóð fyrir „opnu húsi“ og brúðulistahátíð á menningarnótt og var hátíðin tileinkuð starfi Jóns E. Guðmundssonar

Svart og sykurlaust

Götuleikhópurinn Svart og sykurlaust sem starfaði á árunum 1983-1986 var brautryðjandi hérlendis í götuleikhúsi og fjöldi listamanna tók þátt í starfi hópsins

Mozart - óperan

Árið 2006 var þess minnst að 250 ár voru liðin frá fæðingu tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts í samvinnu við Þjóðmenningarhúsið

Jón E. Guðmundsson

Leikbrúðu- og leiktjaldasýning með verkum Jóns E. Guðmundssonar en hann var brautryðjandi í brúðuleikhúsi á Íslandi

Helgi Tómasson

Sýning um feril dansarans og danshöfundarins Helga Tómassonar í andyri Borgarleikhússins

Lárus Ingólfsson

Lárus var óvenju fjölhæfur listamaður: einn vinsælasti revíuleikari og gamanvísnasöngvari þjóðarinnar og helsti leikmynda- og búningateiknari sinnar tíðar

Konunglegar mublur

Sýning á minningargjöf um hjónin Poul Reumert og Önnu Borg, glæsihúsgögn úr búningsherbergi Pouls Reumert í Konunglega leikhúsinu

Safnafaðir Reykvíkinga

Lárus var fyrsti forstöðumaður Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur og mikill áhugamaður um leiklistarsögu og varðveislu hennar

Frumherji og fjöllistamaður

Sigurður Guðmundsson var frumkvöðull leiklistar, myndlistar og minjavörslu of setti mikinn svip á leiklistina í Reykjavík á 19. öld

Laxness og leiklistin

Halldór Laxness var virkur þátttakandi í leikhúsinu sem skeleggur gagnrýnandi, þjóðleikhúsráðsmaður og framsækið leikskáld