Íslensk leikhús

Hólavallarskóli

Árið 1786 var skóli fluttur úr Skálholti til Reykjavíkur og í skólahúsinu var fyrst efnt til leiksýninga í nútímaskilningi á Íslandi, svo vitað sé.

Lærði skólinn

Skólinn var þar sem nú er Menntaskólinn í Reykjavík og settu skólapiltar upp leiksýningar á svokölluðu Langalofti.

Gildaskálinn

Gildaskálinn (Skandinavia, Nýi klúbbur) stóð við suðurenda Aðalstrætis og þar var í fyrsta sinn selt inn á leiksýningu

Glasgow

Glasgow var stórt timburhús sem stóð nyrst í Grjótaþorpinu. Það var bækistöð verslunarfélags en í því var salur sem rúmaði um 200 manns

Gúttó í Reykjavík

Góðtemplarahúsið var fjölnota hús sem stóð á horni Templarasunds og Vonarstrætis. Það var með háan leikpall og búningsherbergi undir honum

Fjalakötturinn

Breiðfjörðsleikhús í Aðalstræti 8 var fyrsta hús Reykjavíkur sem var byggt með þarfir leiklistarinnar einnar í huga.

Iðnó

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur reisti Iðnó á uppfyllingu út í Tjörnina og var það tekið í notkun 1897. Sama ár var Leikfélag Reykjavíkur stofnað

Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið var opnað með miklum hátíðarbrag dagana 20.- 22. apríl 1950 og voru þá frumsýnd þrjú leikrit: Nýársnóttin, Fjalla-Eyvindur og Íslandsklukkan

Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið er eitt stærsta og best búna leikhús landsins og þar eru Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn með starfsemi sína

Samkomuhúsið

Samkomuhúsið á Akureyri reis af grunni árið 1906 og voru það góðtemplarar sem stóðu að byggingu þess en það var fjölmota samkomuhús

Gúttó í Hafnarfirði

Gúttó í Hafnarfirði er eitt af allra fyrstu góðtemplarahúsum landsins, byggt árið 1886. Árið 1907 var byggð þverálma sunnan við það með leiksviði.

Gúttó á Sauðárkróki

Gúttó á Sauðárkróki var reist árið 1897 og þar var leikið frá upphafi. Húsið stendur enn í upphaflegri mynd, að heita má.