Velheppnuð Safnanótt

Uppákoma og kynning Leikminjasafnsins í Iðnó á Safnanótt föstudaginn var velsótt og velheppnuð í alla staði. Í salnum sagði Guðrún Ásmundsdóttir sögur úr Iðnó en hún byrjaði að leika þar árið 1958, Edda Björgvinsdóttir brá sér í gervi Hamlets og Ófelíu og söngvararnir Alexandra Chernyshova og Ásgeir Ágústson sungu lög úr leikritum og frá þeim tímabilum sem Guðrún fjallaði um. Leikstjóri þessarar dagskrár sem gekk undir nafninu Svipir á ferð um Iðnó var Þórunn Magnea Magnúsdóttir.

Í salunm á 2. hæð var kynning á starfsemi Leikminjasafnsins. Þar voru sýnd sýningarspjöld úr ýmsum sýningum safnsins og sýningarskrár og önnur útgefin rit. Síðast en ekki síst gafst fólki kostur á að tylla sér í stóla úr sófasetti sem Friðrik Kristjánsson Danakonungur gaf Poul Reumert tengdasyni Íslands og á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Viðar Jónsson fyrrum framkvæmdastjóra Leikminjasafnsins og Borghildi Önnu Jónsdóttr sitja í hinum konunglegu mublum undir portretmyndum hjónanna Poul Reumert og Önnu Borg.