Vefurinn aftur aðgengilegur

Kæru vinir og velunnarar Leikminjasafns Íslands. 
Nú er vefsíða safnsins loksins orðin aðgengileg á ný eftir að hafa laskast og legið niðri frá í nóvember sl, nokkuð sem rekja má til kerfishruns fyrirtækisins sem hýsir vefinn -1984 ehf-. Eftir að hafa unnið hörðum höndum við björgunarstörf stöndum við í mikilli þakkarskuld við Eyjólf Kristjánsson tölvusnilling sem reisti vefinn úr rústum.
Stjórn Leikminjasafnsins biður ykkur auðvitað að afsaka þessa bið og þökkum þolinmæði ykkar. Um leið og minnt er á að grunnurinn yfir leiksýningar á Íslandi er enn í þróun og verður líklega seint fullkominn, þá eru allar góðar ábendingar um það sem betur mætti fara vel þegnar.