Norrænt samstarf leikminjasafna

Nordiskt Center for Teaterdokumentation (NCTD) eru samtök norrænna minjasafna á vettvangi sviðslista. Þau skrá og miðla upplýsingum um sviðslistir á Norðurlöndunum, annast söfnun og miðlun bóka sem varða sviðslistir og þau tengja söfn sem sinna leiklist og sviðslistum almennt. Þau eru opin einstökum söfnum, samtökum og einstaklingum sem hafa áhuga á varðveislu leikminja, miðlun þeirra og rannsóknum á þeim.

Markmið NCTD er að sinna skrásetningu upplýsinga um norrænar sviðslistir, hvetja til rannsókna á sviðslistum og  auðvelda samstarf þeirra sem stunda söfnun upplýsinga um sviðslistir og sviðslistarannsóknir á norðurlöndunum.

Samtökin eru opin öllum stofnunum innan safnageirans sem sinna sviðslistum með einhverjum hætti og þau eru einnig opin fyrir einstaklingsaðild. Ekki er innheimt árgjald og þurfa meðlimir sjálfir að standa straum af kostnaðir við sameiginlegt starf og fundahöld. Aðalfundur samtakanna fer með æðsta ákvörðunarvald og er hann haldinn árlega.

Á ársfundi NCTD 2014 var haldin var kynning á „Scenekunstarkivet“ sem vistað er hjá Konunglega danska bókasafninu. Þá var haldin sérstök kynning á miðasölukerfi fyrir danskar sviðslistasýningar, en það er kerfi sem dönsk stjórnvöld tóku þátt í að fjármagna þar sem skráðar eru inn upplýsingar um sýningar leikársins framundan, þær eru svo gefnar út í bæklingi sem dreift er inn á hvert heimili í landinu svo almenningur geti kynnt sér verkefni leikársins og notið afsláttarkjara á vefnum http://www.teaterrabat.dk/ .  Af þeim vef fara svo allar upplýsingar sjálfkrafa inn í gagnagrunninn http://www.scenekunstarkiv.dk/ . Nýlega var opnuð samskiptasíða NCTD og geta áhugasamir skráð sig sem notendur á síðunni á slóðinni http://nctd.eu/

Framundan er ársfundur NCTD, en hann verður haldinn í Osló 19. – 20. maí nk. Benóný Ægisson verður fulltrúi Leikminjasafns Íslands á fundinum.