Jólin í leikhúsinu

Annað árið í röð bauð Leikminjasafnið til jólagleði í samvinnu við Borgarsögusafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn. Sunnudaginn 7. desember 2014 voru jólaljósin tendruð í stofunni í Smiðshúsi í Árbæjarsafni þar sem jólahúsið hennar Guðrúnar Sverrisdóttur var í öndvegi ásamt ýmsum fróðleik um jól í leikhúsum bæjarins á árum áður.  
Sýningin var opin alla sunnudaga til jóla og hér má sjá meira um hana.