Egner á Þingeyri

Á Þingeyri standa nú yfir sýningar á Kardemommubænum. Landsbókasafnið hefur í samstarfi við Leikminjasafnið lánað þangað spjöld sem voru á sýningu í safninu um Thorbjörn Egner höfund Kardemommubæjarins.

Sýningin Thorbjörn Egner í 100 ár opnaði 12. desember 2012 í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Thorbjørns Egner leikrita- og söngvaskálds, teiknara, leikmynda- og búningahönnuðar.

Sýningin, sem Ólafur J. Engilbertsson hannaði, er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Þjóðleikhússins, Leikminjasafns Íslands, Nasjonalbiblioteket í Osló og sendráðs Noregs á Íslandi.

Meira um sýninguna